Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 149
140
Árni Árnason:
Prestafélagsritið.
nefna því nafni, finna sífelt til andlegrar þreytu, geta ekki
haft hugann við vinnu sína, athygli sljófgast, þeir verða óróir
og leiðir, eiga bágt með að sofna, lystarlausir, hafa höfuðverk
og treysta sér hvorki til líkamlegrar né andlegrar vinnu.
Vinnutími og hvíldartími.
Vinna og hvíld eru líkamanum nauðsyn. Vinnan styrkir lík-
amann og stælir. Hvíldin hressir hann og endurnærir eftir
vinnuna. Iðjuleysi og ofreynsla eru óholl, hvort með sínu móti.
Vmsar ástæður geta legið til þess, að menn geta ekki full-
nægt þörfinni á hvíld nema að nokkru leyti, verða að vinna
of Iengi í senn. Þarf ekki annað en minna á fátæka einyrkja,
karla og konur. Hitt ber líka við, að menn láta ginnast af
loforðum um hærra kaup og vinna sér um megn án þess að
nauðsyn krefji, eða lengur en þörf er á. Eftirvinnu svonefnda
ættu menn ekki að iðka að jafnaði eða að þarflitlu og sömu-
leiðis er næturvinna óhollari en vinna að deginum. Hvað er
hæfilegur vinnutími á hverjum degi? Þessi spurning er mikil-
væg, en tæplega er unt að gefa eitt, algilt svar við henni.
Vinna er svo misjafnlega erfið og misjafnlega holl, að ekki
þurfa allir jafnlangan hvíldartíma til þess að halda heilsu. Við
alla venjulega vinnu mun 10—11 tíma vinna á dag vera hæfi-
leg að þessu leyti. Að hinu leytinu er það æskilegt af öðr-
um ástæðum, að verkalýður hafi 8 tíma vinnu á dag, því þá
gefst honum fremur tækifæri á því, að nota hvíldartímann sér
til gagns á annan hátt. Eru þá 8 tímar ætlaðir til svefns, en
8 tímar til annarar hvíldar og borðhalds.
En hvíldin getur verið með ýmsu móti. Hún þarf ekki ætíð
að vera í því falin að halda að sér höndum eða halla sér út
af. Það getur verið hvíld og hressing í því fólgin, að hafa
eitthvað fyrir stafni, ólíkt eða andstætt því, sem unnið er.
Verkamaður hvílist við lestur. Sá, sem setið hefir allan dag-
inn yfir verzlunarbókunum, hressist við það að fara í eina
bröndótta.