Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 157
148
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
1. Fyrsta sagan er af barni, sem var tveggja ára og sjö
mánaða og nefndist Ray. Atburðurinn gerðist árið 1883.
Vngri bróðir hans hafði dáið skömmu áður. Ray litli sá
hverja sýnina eftir aðra; hann sá stöðuglega litla bróður sinn
sitja á stól og vera að kalla á sig. »Mamma«, mælti hann,
»litli bróðir er að kalla á Ray; hann vill fá hann með sér«.
Annan dag sagði hann: »Gráttu ekki, litli bróðir brosir fram-
an í Ray. Ray fer til hans«. Barn þetta var miklu skýrara
en alment er um börn á þeim aldri. Hann dó tveim mánuð-
um og sjö dögum síðar en bróðir hans. »Enginn fær neitað
því, að hann sá einhvers konar viðvörunarsýn*, segir prófessor
Richet, »og það er því furðulegra sem óhugsandi er, að
hann gæti á þeim aldri skilið, hvað dauðinn er«.
2. Kona hét Louise F. og var 48 ára að aldri. Hún dó
eftir að gerður hafði verið á henni holskurður í janúar 1896.
Meðan hún lá sjúk, bað hún iðulega um, svo framarlega sem
sér batnaði, að mega taka Lily litlu systurdóttur sína, sem
var 3 ára og 3 mánaða, og henni þótti mjög vænt um, með
sér upp í sveit og hafa hana þar hjá sér. Lily litla var greind-
arbarn og mjög bráðgjör og við góða heilsu. En hér um bil
mánuði eftir andlát Louise móðursystur hennar, kom það oft
fyrir, að hún nam staðar, er hún var að leika sér og starði
út í gegnum gluggann. Móðir hennar spurði hana, á hvað
hún væri að horfa, og hún svaraði: »A hana Louise frænku;
hún breiðir faðminn á móti mér og kallar á mig«. Móðir
hennar varð mjög hrædd og reyndi að vekja athygli hennar
á öðru; en litla stúlkan dró stól að glugganum og hélt áfram
að horfa nokkurar mínútur. Bróðir hennar, M. F., sem skýrði
próf. C. Richet frá þessu, sagði: »Eg var þá 11 ára gamall
og systir mín litla sagði: »Hvað er þetta! Sérðu ekki hana
Tötu?« en svo nefndi hún móðursystur sína. Auðvitað gat ég
ekki séð neitt«. Um nokkurra mánaða skeið sá barnið ekkert
frekar; sýnirnar hættu. Þegar komið var fram undir 20. maí,
varð Lily litla veik; og þegar hún var komin í rúmið,
leit hún upp í loftið og sagði, að hún sæi frænku sína vera