Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 129
120
PrestafélagsritiD*
Bjarni Jónsson:
Ég hefi minst á hin mörgu gestaboð. Ég á eftir að minn-
ast á hið veglegasta, hina beztu máltíð.
Sunnudaginn 23. ág. var haldin hin sérstaka guðsþjónusta
fyrir sjálft kirkjuþingið. í hinum mörgu kirkjum gátu menn
fengið svo margt fagurt að heyra. En i Engilbrektskirkjunni var
altarisganga — og þar var sérstök kyrð ríkjandi. Hið mannlega
aðdráttarafl var horfið. En hið heilaga laðaði menn að einum
stað, kallaði á þá upp að altari drottins, til hinnar heilögustu
hátíðar. Hér fengu tungumálin nýjan hljóm, þau urðu eins og
pílagrímssöngur þjóðraddanna. Hinar mörgu þjóðir voru á
leið upp að altarinu, bentu frá sjálfum sér, upp til hans, hins
eina, sem getur látið menn verða eitt. Á þessari leið urðu
þeir samferða erkibiskupar ríkiskirknanna og presbyterianar,
hér gengu hlið við hlið enskir hákirkjumenn og fulltrúar
hinna ýmsu safnaða. Hér mættust kirkjur Austur- og Vestur-
landa. Þetta var hin innilegasta stund þingsins.
Það er oft spurt: Um hvað urðu þeir ásáttir í Stokkhólmi?
Þetta vovu þeir sammála um. Hér var hið sameinandi afl, því að
enginn getur betur sameinað mennina en hann, sem bað um, að
þeir yrðu eitt. Á heilagri stundu fundu þessir menn, að þeir
voru eitt í Hristi
Það hefir verið spurt og verður spurt: Varð nokkur bless-
un af þessu kirkjuþingi? Ég tel það mikla blessun, að fund-
urinn var haldinn. Ég lít á það sem blessun, að hægt er á
þessum órólegu tímum að halda slíkan fund. — Fer ekki
læknisrannsókn fram á undan sjálfri lækningunni? Og er
ekki mikið með því unnið, að bent sé á meinin og á þörf
lækningar. Er þetta ekki alt í þá átt, að lækning fáist og
hugsað sé um að bjarga lífinu?
Það er spurt um áhrif frá þessu þingi, og þau munu sjást.
En þó að þau sjáist ekki öll þegar í stað, þá breytir það
ekki sannfæringu minni. Áhrifin sjást ekki ávalt strax. Til
þess að sannfærast um það, þurfum vér ekki annað en stinga
hendinni í vorn eigin barm. Vér biðjum öll »Faðir vor«, vér
biðjum »Tilkomi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni*. En fær vilji Guðs að ráða öllu hjá oss? En ef vér