Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 105
Prestafélagsritiö.
Kirkjuguðrækni.
99
börn sín trúarlega. Það sem slík móðir getur, er að kenna
barninu sínu bænir og sálma eða sálmavers, en hitt tekst þá
miður, að kenna því að biðja. En ógæfan mikla er, hve
margur virðist eiga erfitt með að gera mun á þessu tvennu,
að kenna barni bænir og að kenna því að biðja, með því að
biðja með því. Hinn rétta bænaranda drekkur barnið þá fyrst
í sig, ef með því er beðið. Barnið, sem heyrir móður eða
föður tala við drottin í einlægni og með alvöru, mun ekki
lengi verða ósnortið af því hugarþeli guðstrausts og guðs-
elsku, sem það kynnist á móðurknjám eða í föðurfaðmi. En
sá, sem drukkið hefir í sig bænar- og tilbeiðsluanda í for-
eldrahúsum, verður síðar fær um að taka réttilega þátt í til-
beiðslu safnaðar síns. Og því meir sem slíkum mönnum
fjölgar, því meiri blessun mun kirkjuguðræknin leiða inn í
líf manna.
Hér er um svo merkilegt atriði að ræða, að þörf er á
samtökum og félagsskap, er tæki þetta málefni að sér: trúar-
legt og siðferðilegt uppeldi æskulýðsins. Annaðhvort væri,
að fela það einhverjum af félögum þeim, er fyrir eru, eða
stofna sérstök félög, sem ekki hefðu annað viðfangsefni. Ætti
bezt við, að foreldrar eða mæður einar stofnuðu slíkan félags-
skap. Mæðrunum væri bezt trúandi iil áhrifa í þessa átt,
enda hefir reynslan sýnt, að mæðrafélög hafa gefist mætavel
erlendis til mikilla áhrifa í líka átt. Nóg eru viðfangsefnin,
sem slík mæðrafélög gætu tekið að sér, ef starfsemi þeirra
beindist að því að hafa afskifti af trúarlegu og siðferðilegu
uppeldi barna, bæði á heimilunum, í barnaskólum, í sunnu-
dagaskólum og í ungmennafélögum.
Að lokum vil ég minna á eitt orð, sem notað er talsvert
oft í Nýja testamentinu. Það er orðið samfélag. Það er talað
þar um samfélaq um eitthvað: samfélag um fagnaðarerindið
(Fil 1, 5.), samfélag heilags anda (2. Kor. 13, 13.), samfélag
um líkama Krists og blóð (1. Kor. 10, 16.). En það er einnig
talað um samfélag kristinna manna hvers við annan, bræðra-
lag þeirra (1. Jóh. 1, 3. 7.; Gal. 2, 9.). Ennfremur er talað