Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 144
Prestafélagsritið.
Sunnudagshelgin og heimilin.
135
þetta mál, geti með rökum borið á móti því, sem hér hefir
verið sagt. Eg held að vér megum heimilishelgina sízt missa, af
verðmætum daglegs lífs. Og ég þykist hafa fært rök að því,
hve sunnudagshelgin er nauðsynleg til þess að heimilishelgin
fái varðveizt. En þá verðum vér að muna eitt: Það er árás
á heimilishelgina, að ætlast til nokkurs þess af öðrum manni,
sem raskar helgidagsfriðnum. Það er árás á heimilishelgina
að hindra mann á nokkurn hátt í því, án brýnustu nauð-
synja, að helga heimilinu og hinum innri málum allan helgi-
daginn. Það er árás á heimilishelgi kaupmannsins, að biðja
hann að hleypa sér í búð á sunnudegi. Og það er á sama
hátt árás á heimilishelgi verkamannsins, að biðja hann, eða
ætlast til sunnudagavinnunnar af honum. Menn gætu ef til
vill sagt sem svo: »Viðkomandi menn, eða maður, halda ekki
hvíldardaginn heilagan hvort sem er«. En þetta er hverjum
manni ósæmileg ásökun á bróður sinn, ef hann freistar hans,
eða tekur frá honum tækifæri til þess, sem betra er. Það má
vissulega særa kristinn mann með því, að heimta af honum vinnu
á sunnudegi. Og þegar litið er á ríg þann, sem þegar er orð-
inn, milli yfirmanna og undirmanna í atvinnumálum landsins,
þá þarf einnig að líta á þá hlið, að sízt er það spor í sátta-
átt, að særa þær tilíinningar, sem mönnum geta verið helgar.
Vilji verkamaðurinn unna sjálfum sér og heimili sínu þeirrar
blessunar, að gefa því og helga sunnudaginn, þá er ekki rétt
að freista hans til annars. Oss á að verða það Ijóst, að hér
er að ræða um verðmæti, sem er meira virði en stundar-
gróðinn, hver sem í hlut á. Vér eigum ekki að líta á helgi-
dagslöggjöfina sem þvingunanög að ofan. Vér eigum að líta
á þau sem verndarlög heimilanna, sem réttarvernd barna
vorra og þeirra ástvina, sem vér skuldum mest. Vér verðum
að athuga hinar innri hliðar málsins og oss mun þá öllum
skiljast, að hér er engu haldið fram nema því, sem er oss
öllum í hag, og þjóðinni, þegar rétt er skoðað.
Ég hefi æfinlega viljað tala af virðingu um vinnuna og
dugnað og framkvæmdir í atvinnumálunum, því að eg gæti ekki
annað. En vér verðum þó að muna, að sá mun sælastur