Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 117
108
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
nýju kirkjunni. Steinn sá er að vísu ekki gamall, en þó
merkilegur, úr íslenzku grjóti úr Húsafellsfjalli, úthöggvinn af
smiðnum Jakobi Snorrasyni á Húsafelli, lagður á leiðið að
undirlagi Stefáns amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum og
áletrunin eftir bróður hans, Magnús háyfirdómara í Viðey.
Er áletrunin á þessa leið: »Lét stein þennan landshöfð-
ingi, | sárast saknaðar, — hverr sannri trú ! af alúð unni, —
ættmenn rista | eftir sinn dag, að auldnum moldum |
háleits sálmaskálds, | Hallgríms fræga, | Saurbæjarprests,
Péturssonar. | — — Lifi beggja minning í landi blessuð.
1821. — M. St«.
Hugmyndin um að reisa Hallgrímskirkju í Saurbæ er ekki
gömul. Hún kom fyrst fram á héraðsfundi Borgarfjarðarpró-
fastsdæmis 1916 og var tillögumaðurinn Friðrik organisti
Bjarnason í Hafnarfirði. Héraðsfundurinn var samþykkur til-
lögunni og skaut málinu til synodusar og biskups. Var mál-
inu tekið hið bezta, bæði af biskupi og af synodus, og
samþykti synodus að prestar gengjust fyrir samskotum í söfn-
uðum þeirra til þess að koma upp kirkjunni. I árslok 1925 var
fjársöfnunin til kirkjunnar orðin rúmlega hálft tólfta þúsund
krónur, auk þess, sem Saurbæjarsöfnuður hefir heitið að
leggja til kirkjubyggingarinnar.
Má því segja, að mál þetta sé vel á veg komið og það
fyllilega trygt, að Hallgrímskirkja rísi upp í Saurbæ áður en
langt líður. En það má ekki dragast lengi. Menn miða nú
svo margt við árið 1930, og gaman væri, ef Hallgrímskirkja
gæti orðið reist í Saurbæ fyrir þann tíma. Þarf ekki annað
en að herða lítið eitt á fjársöfnuninni til þess að svo geti
orðið. 1924 safnaðist í áheitum og gjöfum rúmar 1600 kr.,
en 1925 tæpar 1400 kr.
Hallgrímskirkja í Saurbæ þarf ekki að vera stór, en veg-
leg þarf hún að vera. Að því ættu sem flestir að stuðla. Sem
mest ætti að vanda til stílsins, bæði að utan og innan, en
auk þess ætti vel við að þess sæjust Ijós merki, þegar komið
væri inn í kirkjuna, að hún væri helguð sálmaskáldinu voru
góða. Mætfi gera það með ýmsu móti, t. d. með steindum