Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 37
32
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
hvað herra biskupinum kann að hafa þótt sæma í því tilliti,
en hitt veit eg, að upp á þau býti vil eg ekki vera kennari
prestaefnanna*. Og þetta var vissulega enginn fyrirsláttur,
enda þótt aðrar ástæður jafnframt gerðu honum óljúft að fara
í þessa nefnd, sem síðar skal vikið að. Hann var að eðlis-
fari manna samvizkusamastur, sem sízt af öllu vildi, að skyldu-
verkin yrðu einskonar hjáverkastörf, og það var honum alla
tíð hans ljúfasta iðja, að fást við sín vísindalegu störf,
enda var hann guðfræðingur af lífi og sál og ávalt að
fullkomna þekkingu sína í þeirri grein. Fyrirlestrar hans frá
prestaskólanum sýna þá Iíka berlega hversu hann hefir sífelt
verið að umbæta þá og oft endursamið frá rótum heila kafla.
Þó kom þar að lokum, að hann, mest fyrir áeggjan sam-
kennara síns séra Þórhalls Bjarnarsonar (síðar biskups) lét
leiðast til að taka það ákvæði inn í nýja reglugerð fyrir presta-
skólann, að kenslan skyldi fara fram eftir fyrirlestrum eða
prentuðum bókum. — Nokkurum árum eftir lát hans, var, sem
fyr segir, siðfræði hans prentuð og notuð sem kenslubók við
prestaskólann unz hann lagðist niður árið 1911. Einnig var
þá prentað ágrip af prédikunarfræði eftir fyrirlestrum hans
og notuð sem kenslubók þar. Aftur á móti hefir aldrei
komið til tals að prenta trúfræðifyrirlestra hans, enda hefðu
þeir naumast þótt tímabærir. Eins og áður er vikið að, varð
trúfræðin ekki kenslugrein hans fyr en eftir að hann varð
forstöðumaður skólans haustið 1885. En þótt nemendunum
þættu fyrirlestrar hans þar bæði miklu ljósari og auðlærðari en
fyrirlestrar Sigurðar Melsteðs, þá var hann áreiðanlega orð-
inn of gamall, rétt sextugur að aldri, til þess að taka að
kenna nýja námsgrein og fastheldnin við kenningar gömlu
lútersku kennifeðranna orðin of rótgróin til þess, að þar
væri haft nægilegt tillit til krafa nýrra tíma, því að með vax-
andi aldri fékk íhaldssemin, sem að vísu alt af hafði fylgt
honum, ár frá ári meira vald yfir hugsun hans.
En þrátt fyrir þetta, sem nú hefir verið mælt, — þrátt fyrir
fastheldni hans við kenningar-arf hinnar evangelisk-lútersku
kristni, sem hann fylgdi af sannfæringu og líka áleit sér skylt