Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 119
Prestafélagsritiö.
KIRKJUÞINGIÐ í STOKKHÓLMI
1925.
Nokkrar endurminningar.
Eftir séra Bjárna Jónsson.
»Allir eiga þeir að vera eitt, — eins og þú, faðir, ert í
mér og ég í þér, eiga þeir einnig að vera í okkur; til þess
að heimurinn skuli trúa, að þú hafir sent mig« (]óh. 17, 21.).
Þannig bað Jesús fyrir vinum sínum, sem hann horfði á, og
þannig bað hann fyrir þeim, sem fyrir orð lærisveinanna
mundu trúa á hann. Hann horfði frá nútíð lil framtíðar, og
þá bað hann um, að lærisveinar hans yrðu eitt. En þetta
bað hann um vegna þeirra sjálfra, vegna hins heilaga mál-
efnis; en þetta bað hann einnig um vegna annara. Hann
vissi, að eining hinna trúuðu mundi flýta fyrir útbreiðslu
guðsríkis. A þetta var áherzlan lögð, að þeir væru eitt. Þetta
var ]esú hið mikla áhugamál. Þessvegna bað hann fyrir
sigri þess.
Það eru ekki aðeins fáeinir, sem eiga að vera eitt. Allir,
sem á hann trúa eiga að vera eitt. Hann starfaði þannig, að
öllum er gefinn kostur á að njóta blessunar af hinu full-
komnaða verki. Hann dó fyrir alla, og hann lifir, til þess að
allir geti lifað, allir geti eignast hið eilífa lif, já, hann lifir
ávalt, til þess að biðja fyrir mönnunum. Hann á nóg handa
öllum. En þetta verður einstaklingurinn að sjá, því að hinum
eina verður að bjarga. Einn og einn kemur, og hinn eini
eignast lífið. En þannig verða þeir margir, fleiri og fleiri, og
játningin verður hin sama hjá þeim öllum. En þá verða þeir
bræður. Þá verða hinir mörgu eiit.