Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 200
Prestafélagsritið.
191
Kirkjumál á Alþingi 1926.
sér þá réttarbót, aö kirkjur eru undanþegnar húsaskatti til bæjarins, sem
er 0,8%.
5. Þá voru sett smálög um kirkjugjöld í Prestsbakkasókn í Hrútafirði
í þeim tilgangi að Ieiðrétta smávegis ranglæti, sem segja mátti að þar
væri, en ekki tekur að útskýra nákvæmar. Tekur ríkissjóður á sig dá-
litla borgun í eitt skifti fyrir öll til þess að kippa þessu í lag.
6. Farið var fram á þá breytingu á Iögunum um skipun sóknarnefnda
og héraðsnefnda frá 1907, að safnaðarfulltrúar fengju 6 krónur fyrir hvern
dag, sem þeir eru að heiman vegna héraðsfundahalds. Flutti séra Eggert
Pálsson frv. í efri deild. Gekk þetta sanngjarna mál þar greiðlega í gegn,
en var felt umræðulaust í neðri deild, mest líklega vegna þess, að eng-
um datt í hug að amast yrði við þessari litlu réttarbót, og var því ekki
staðið á verði um málið sem skyldi.
7. Þá er ekki eftir að minnast á annað en fjárlögin. Má þar nefna
fjögur atriði:
a. Dómkirkjuprestinum í Reykjavík eru veittar 1000 kr. fyrir skýrslu-
gerðir. Var það mjög sanngjarnt.
b. Til húsabóta á prestsetrum er allríflega veitt, kr. 37000 -j- 5000 sér-
staklega til húsakaupa í Vallanesi, eða alls 42000 kr.
c. Þá var svo ákveðið, að séra Kjarian Helgason í Hruna fái full
prestslaun með dýrtíðaruppbót þó að hann hætti prestskap og taki
við stjórn Suðurlandsskólans.
d. En merkasta ákvæði fjárlaganna, og raunar þingsins yfirleitt, að þvf
er snertir kirkjuna, er þó það ákvæði, að ef prestaköll standi óveitt,
megi verja alt að einum prestslaunum til þess að greiða ferðakostnað
handa prestvígðum manni, einum eða fleirum, til eflingar andlegri
samvinnu meðal presta og kristilegra áhrifa á söfnuði úti um land.
Var talsvert um þetta talað á þinginu og misjafnar skoðanir manna á
þessum „póstpresti", sem svo var kallaður. Læknar vildu og fá nokkurs-
konar „póstlækni". Veitti séra Tryggvi Þórhallsson málinu öflugan stuðn-
ing sem fjárveitingarnefndarmaður og framsögumaður þessa parts fjárlag-
anna, en samt féll það í -neðri deild. En efri deild bjargaði málinu.
Hefir nú þegar verið bent á 3 menn til þess að annast þefta, þá próf.
Sigurð P. Sívertsen, séra Friðrik Friðriksson og séra Ásm. Guðmunds-
son. Er mikið undir starfi þeirra komið, því að á því veltur sjálfsagt
talsvert, hvort þessu ákvæði verður haldið framvegis eða ekki.
M. 7.