Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 99
PrestafélagsritiÖ.
Kirkjuguðrækni.
93
kyrð einnig ríkt við guðsþjónusturnar, og stuðlað að því að
kirkjustundin verði áhrifarík. En ekki er því að neita, að
oft er líka hinu að venjast, að eitthvað valdi truflun, annað-
hvort inni í kirkjunni eða utan frá. Þar sem slíkt á sér stað,
er mikilsvert verkefni fyrir hendi að reyna að bæta úr þessu
og kenna mönnum að haga sér vel sem kirkjugestum. —
Þá vil ég nefna annað, sem stendur í nánu sambandi
við það, sem nefnt hefir verið, og það er hið ranga mat
margra á hinum ýmsu Iiðum guðsþjónustunnar.
Þetta heyrist oft í umræðum manna um kirkjugöngurnar.
Sumir miða alt við prédikunina, þykir litlu varða, þótt þeir
komi ekki fyr en seint í kirkjuna, ef þeir aðeins ná í prédik-
unina, komast í kirkjuna áður en presturinn fer upp í stólinn.
Einnig eru þess dæmi, að sumir fara fjótlega út úr kirkj-
unni þegar prédikuninni er lokið. Bezt kemur þetta þó í
ljós, þegar verið er að dæma um kirkjuferðirnar. Margir, eða
jafnvel flestir, miða þá við ræðu prestsins: um hana er spurt
af þeim, sem ekki voru í kirkju, og um hana er talað af
þeim, sem í kirkju fóru, og ánægjan eða óánægjan yfir kirkju-
ferðinni miðast við það, hver áhrif ræðan hafði á kirkjugestinn.
I þessu tilliti erum vér Islendingar alment komnir út í
mestu öfgar, sem eru mjög varhugaverðar fyrir kirkjuguð-
rækni vora. Því að þótt því sé sízt að neita, að prédikunin
sé mikilverður liður í hverri guðsþjónustu, þá sér þó hver
maður, sem þetta íhugar nokkuð nánar, hvílík hætta fyrir
kirkjuguðræknina getur stafað af því, að miða eingöngu við
einn lið guðsþjónustunnar, en meta aðra lítils eða nær einkis.
Með því er guðsþjónustan gerð alt of einhliða og alt of mikið
látið vera komið undir einum manni, sem getur tekist miður
en skyldi, hversu mikið sem hann vill vanda sig.
Bak við þennan hugsunarhátt er alger misskilningur á því,
hvað verið geti til uppbyggingar, rétt eins og ekkert geti þar
komið til greina annað en ræða prestsins.
Þegar vér lítum á hina liði guðsþjónustunnar, sjáum vér
fljótt, hve fjarri öllum sanni þetta er. Vér getum skift hinum
Hðunum í þrent: ritningarlestur eða tón, bænir og söng. Alt