Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 10
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
5
(sagnfræðingnum er síðar varð), er þá hafði byrjað búhokur
á Brekku á Álftanesi. Var hann þar til náms veturinn
1842—43 og var tilætlunin að hann »fengi skóla« næsta
haust, en hvernig sem á því hefir staðið, varð hann að gera
sér það að góðu að vera >óreglulegur« lærisveinn næsta vetur
(1843—44) og fékk ekki inntöku sem »reglulegur« fyr en
haustið 1844. Var hann svo í Bessastaðaskóla tvo síðustu
veturna sem skólinn var þar og í Reykjavík tvo fyrstu vet-
urna sem skólinn var þar. Fyrri reglulega veturinn á Bessa-
stöðum hafði hann rekkju er »Gata« nefndist, en síðara árið
fékk hann aðra er »Sólheimar« nefndist og var Jón Con-
sfans Finsen (fóstursonur Árna stiftsprófasts í Görðum, síðast
stiftslæknir í Danmörku) rekkjunautur hans. Báða veturna,
sem hann var í Reykjavíkurskóla, var hann »supremus
scholæ«, og sem efstum í skóla var honum við skólavígsluna
haustið 1846 falið það »vandaverk« að lesa skólabænina eftir
að þeir Helgi biskup og Egilsen rektor höfðu báðir flutt sín-
ar ræður við þá hátíðlegu athöfn. Um skólaveru föður míns
er mér fátt eitt kunnugt. Eg minnist þess aldrei, að eg
heyrði föður minn tala öðru vísi en með virðingu og hlýjum
hug um kennara sína. Á þeim Egilsen og Hallgrími Scheving
hafði hann miklar mætur sem fyrirtaks kennurum, og Björn
Gunnlaugsson virti hann svo sem sá ágætis maður átti skilið,
þó ef til vill hafi hann ekki verið jafnhrifinn af honum sem
kennara. Af sambekkingum hans voru honum einna mætastir
þeir Jón Þorkelsson (síðar rektor), Karl Andersen frændi
hans (er síðar ílentist í Danmörku sem hallarvörður á Rosen-
borg og rithöfundur), þeir Finsens-bræður, Hannes (er varð
stiftamtmaðar í Rípum) og Jón (stiftslæknir), og Brynjólfur
Jónsson (er varð prestur í Vestmannaeyjum). En af öðr-
um skólabræðrum hans urðu þeir Skúli Gíslason (síðar próf.
á Breiðabólsstað) og Jón Þorleifsson (síðast prestur á Olafs-
völlum) honum kærstir allra og handgengnastir. Annars
virðist alt benda á, að faðir minn hafi verið í miklu afhaldi
meðal skólabræðra sinna og talsvert kapp verið lagt á það
af þeim að eignast vináttu hans^