Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 44
PrestaFélaasritiO.
Helgi Hálfdánarson.
39
Nýja testamentisins, vilji af sömu ástæðum halda í þessa bók
og láta börn sín læra hana. Væri hér um einhverja einokun
að ræða, svo að ekki væri í annað hús að venda með barna-
lærdóminn, væri herferðin á móti Helgakveri skiljanlegri. En
þar sem svo er ekki, heldur um þrjár bækur að velja, þá
ætti að mega ætlast til svo mikils umburðarlyndis af þessum
mönnum, að þeir lofuðu þeim, sem vilja, óáreittum að nota
þessa bók, sem þeir fella sig bezt við, úr því þeir ekki
treysta sér til að semja sjálfir lærdómsbók, er sé þeim kost-
um búin, að öllum falli í geð. Á því er enginn efi, að fyr eða
síðar rætist á þessari barnalærdómsbók hið fornkveðna »ha-
bent sua fata libelli*, en jafnvíst er hitt, að þess verður langt
að bíða, að vér fáum þá lærdómsbók, er enginn hafi neitt út
á að seíja. Það, sem er mergurinn málsins í sambandi við
Helgakver, er og verður það hvort »evangelisk-lúterskri kenn-
ingu« sé þar gert hærra undir höfði en rétt er, og hvort
útlistun barnalærdómsins á hinum og þessum atriðum lút-
erskrar kenningar eigi áfram fullan rétt á sér; því að vitan:
lega eru allar slíkar útskýringar að meira og minna leyti
bundnar við sinn tíma ekki síður en kenning Lúters sjáifs,
sem í instu rót sinni er ekki annað en sú útskýring á kenn-
ingu ritningarinnar, sem hann áleit rétta og þeir menn er
með honum unnu að siðbótarverkinu. Réttmætasta aðfinslan,
sem, almennt séð, verður borin fram, er sú, að trúfræðilega
efnið, sem þar er borið á borð fyrir ungdóminn, sé ef til vill
fullmikið, eins og Þórhallur biskup orðar það í »Kirkeleksikon
for Norden*, þar sem hann að öðru leyti talar um barnalær-
dóminn sem »bæði að efni og framsetningu ágæta kenslu-
bók« (»denne fra Indholdets og Formens Side ypperlige
Lærebog*).
En það sem vaíalaust mun lengst halda uppi nafni Helga
Hálfdánarsonar í þakklátri endurminningu innan kristinnar
kirkju þjóðar vorrar, er hluttaka hans í samningu og útgáfu
sálmabókar vorrar, sem nú á þessu vori á fertugs afmæli sitt,
°2 hefir nú síðasta mannsaldurinn eða rúmlega það verið