Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 136
Prestafélagsritið.
Fáeinar endurminningar.
127
leitt mjög áhrifamikil, þar sem alt hjálpaðist að, umhverfi
þessarar fornhelgu kirkju, ágætur söngur og frábær ræðu-
maður.
Eftir guðsþjónustuna gengu menn um og skoðuðu hið
markverðasta í þessum fræga bæ, bæði dómkirkjuna sjálfa og
kastalann og fjöldi manna gekk til Wennerbergsstyttunnar,
en kl. 1,30 mættust allir í hátíðasal háskólans til borðhalds.
Stóð rektor háskólans, Stawenow, þar fyrir viðtökum og
bauð menn velkomna, en Hammerskjöld landshöfðingi mælti
fyrir minni þingmanna. Voru þar ýmsar ræður haldnar af
gestunum, svo sem erkibiskupinum frá Winchester o. fl. merk-
um mönnum. Fór samsætið vel fram og frjálslega. — Síðan
skoðuðu menn háskólabókasafnið og meðal annars hinn
nafnfræga Codex Argenteus (Silfurbókina)1) og önnur fræg
handrit.
Klukkan rúmlega 6 var aftur haldið til Stokkhólms og
kvöddust menn með kærleikum á járnbrautarstöðinni, þegar
þangað kom. Var þá þinginu lokið.
Margar ógleymanlegar endurminningar geymir það að hafa
tekið þátt í slíku móti eins og þarna var háð, bæði vegna þess
hve viðtökurnar og viðbúnaður allur var eins góður og hægt
var bezt að hugsa sér, og eins vegna viðkynningar við ýmsa
merka menn. Og á margan hátt varð þessi för til þess að ég
skifti skoðunum á ýmsum efnum og Iít talsvert öðruvísi á ís-
lenzku kirkjuna eftir en áður. Það er margt sem opnast,
þegar prestar úr öllum heiminum fara að bera saman áhuga-
mál sín og kjör, sem þeir eiga við að búa. Og um þau efni
ýms höfðum við oft tækifæri til að ræða utan fundanna.
Margt má vitanlega að okkar íslenzku kirkju finna, en hún
er ekki alstaðar á eftir. í sumum efnum liggur mér nær að
halda að við séum meira að segja talsvert framarlega. Eg býst
V Er það þýðing Vulfila á guðspöllunum, skrifuð á gotnesku, gert á
5tu öld. Handritið er skrifað með gullfallegum silfurstöfum á purpura-
litað pergament. Svíar rændu handritinu í Prag í 30 ára stríðinu, mistu
það svo aftur til Hollands, en keyptu það þaðan aftur. Þvkir það nú
roerkasti fjársjóður háskólabókasafnsins í Uppsölum.