Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 187
178
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið*
Michael Neiiendam: „Kritik og Tro“, — Gyldendalske Boghandel-
Nordisk Forlag. Köbenhavn — Kristiania. 1924. — 101 bls. —
Höfundur bókar þessarar er kunnur æðimörgum Reykvíkingum frá því
I vor, þegar hann heimsótti oss og flutti ágæta fyrirlestra í Háskólanum
og prédikaði í Dómkirkjunni. Hann er sóknarprestur í nánd við Kaup-
mannahöfn, en hefir jafnframt haldið fyrirlestra við Kmh.-háskóla, því að
hann er doktor í guðfræði fyrir ritgjörð um prestinn og rithöfundinn
Christian Bastholm (f. 1740, d. 1819) og guðfræðistefnu þá, er hann var
fulltrúi fyrir. Heitir þessi doktorsritgjörð: „Christian Bastholm. Studier
over Oplysningens Teologi og Kirke. 1922“.
Bók doktorsins „Kritik og Tro„ er um vandamálið, hvernig líta beri á
sambandið milli vísindalegrar guðfræði og kristilegrar trúar og hvernig
bezt verði ráðið fram úr trúarlegum erfiðleikum þeim, er séu á vegi vís-
indalega mentaðs nútímamanns. Byrjar höfundur á inngangi, er hann nefnir
„Historisk Orientering", en skiftir síðan bókinni í 3 kafla. Lýsir fyrsti
kaflinn hinum vísindalegu sögurannsóknum á uppruna og heimildum
kristindómsins og sambandi hans við önnur trúarbrögð, og gerir grein
fyrir meginreglum þeim, sem farið hefir verið eftir við rannsóknir þessar.
Ber kaflinn yfirskriftina: „Den historiske Kritiks Væsen, Indhold og For-
mal“. — Næsti kafli gerir grein fyrir kristnu trúnni og leggur áherzlu á,
að kristindómurinn sé ekki kenning, sem hægt sé að tileinka sér eins og
hvern annan fróðleik, heldur sé kristna trúin líf í guðstrausti og guðs-
samfélagi. Varar höfundur við þeim misskilningi, að halda að guðsþekkingin
og guðssamfélagið sé bundið við hugsun mannsins eina og skynsemi hans.
Nefnir hann þennan kafla: „Den kristne Tros Væsen, Indhold og For-
mál“. — Eftir að hafa þannig Iýst verkefni og starfsaðferðum hinnar vís-
indalegu guðfræði, og kjarna hinnar kristilegu trúar, fer höfundur að tala
um samband vísinda og trúar, eins og menn alment hafi litið á það, og
eins og hann telur réttast að gera sér þess grein. Leggur hann áherzlu á
sjálfstæði hvors um sig, vísinda og trúar, en jafnframt á hitt, að kristileg
lífsskoðun grundvallist fyrst og fremst á trúarreynslu manna og mótist í
öllu af áhrifunum frá Kristi, við það að verða höndlaður af honum, lífi
hans og kenningu. Þennan síðasta og lengsta kafla bókar sinnar nefnir
höfundurinn: „Den historiske Forsken og den kristne Tro i deres ind-
byrdes Forhold til hinanden".
Eg tel ótvírætt að bók þessi eigi erindi til íslenzkra presta og að þeim
þyki ánægja að kynnast þessum höfundi. S. P. S.
Oscar Geismar: „Gammel Tro og ny Tænkning11. — H. Asche-
houg & Co. Köbenhavn. 1924. — Verð 3,50. 103 bls.
Þetta er að mörgu merkileg bók og einarðlega rituð. I Jesú Kristi
hinum krossfesta hefir Guð opinberast mannkyninu. Hina persónulegu til-
einkun guðdómsins verður hver maður að eignast fyrir eigin, innri reynslu.