Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 193
184
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
„Pá vandring í skriftens helligdomme" av Gustav Nielseti. —
Lutherstiftelsens forlag. Oslo 1925. — 171 bls. í 8 bl. broti.
Eins og nafnið bendir til fer höf. um alla höfuðstaði Heil. ritningar
og finnur víðast hvar eða jafnvel alstaðar í sögu Krists og kristindóms-
ins í N. T. nákvæma uppfylling spádóma og fyrirheita G. T., þar á
meðal t. d. það, að krossarnir á Golgata voru, og hlutu að verða þrír,
og hvorki fleiri né færri. Annars er bókinni skift niður í ýmsa kaíla, til
dæmis langur og góður kafli um „Manninn frá Tarsus", þar sem dregin
er upp merkileg og glögg mynd af Páli úr öllu því, sem sagt er um
hann og af honum sjálfum talað; einn kaflinn er um Krist sem postula,
annar um þjónsstarf Krists, enn einn um spámenn og spádóma G. T. og
um „hinn síðasta Iúður þyt“, en seinast: „Heima hjá drotni“.
Alt er þetta vel læsilegt og margt og mikið fróðlegt og uppbyggilegt,
en sumt afbragðs gott. En skiftar munu skoðanir og skýringar um ýmis-
legt í bók þessari, þótt margt sé vel um hana. Ðer hún vott um mikinn
biblíufróðleik; veitir líka mikinn fróðleik og knýr lesandann til íhugunar
um alt umtalsefnið, og hún mun styrkja og festa marga í tiltrúnni til Heil.
ritningar, enda þóft um sumt megi efast og deila.
Eg tel bók þessa vel þess verða, að hún sé keypt og Iesin, og álít, að
þá sé vel farið.
Þessar tvær bækur munu sérstaklega vera ætlaðar prestum og þeim
þarfar, bæði til sjálfsuppbyggingar og uppbyggingar mörgu sóknarbarni.
Óf. V.
„Den babylonisk — assyriske Religion, hemstillet í Sammen-
hæng efter sine Kilder“, av Karl Vold, Professer ved Menighedsfakultetet.
— Lutherstiftelsens forlag. Oslo 1925.
Bók þessi er vandað rit, er skýrir ítarlega frá trú og helgisiðum hinna
fornu Babelmanna og Assýringa. Höfundurinn skiftir bókinni i tvo
meginparta. Fyrri parturinn hefst á sögulegu yfirliti, er gefur sæmilega
hugmynd um nokkra höfuðdrætti í pólitiskum æfiferli þessara fornu
menningarþjóða — alt frá ljósaskiftum sögunnar og til ársins 538 f. Kr., er
Babylon gekk undir Persa. Þá lýsir höfundurinn hinum mörgu goðum
eða guðum beggja þjóðanna og það all-rækilega. Einkanlega dvelur hann
lengi við goð Hammurabi-tímab'úsins. Upphaflega átti hver bær eða borg
sinn einka-guðdóm og hver höfðingi, sem barðist til valda, barðist um
leið fyrir guð sinn, og guðir eða goð hinna sigruðu gengu svo á hönd
hinum sigursæla guði, og smámsaman myndaðist þannig heil hjörð af
goðum, umhverfis einka-guðdóm sigranda konungs. Hver konungur hafði
sitt Panþeon, eins og höf. kemst að orði. Má jafnvel sjá styrk og veldi
konunganna á tölu þeirra goða, er þeir dýrkuðu. Er fjörlega skýrt frá
eiginleikum höfuðguða Babel- og Assúr-manna í þessum kafla bókar-
innar. Síðari kaflinn er um goð-dýrkun, helga siðu, ýmiskonar „hjátrú",