Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 27
22
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
fólkinu þætti ekki vænt um prestinn sinn; þeir vildu vera
honum góðir og reynast honum vel, eftir því sem þeir höfðu
getu til, og á hinn bóginn veit eg þá líka, að föður mínum
voru ýmsir þeirra kærir vinir, sem hann hélt trygð við mörg
ár eftir burtför sína frá Görðum. Mætti þar til nefna menn
eins og Kristján á Hliði Mattiesen, Vigfús í Hliðsnesi og
Björn Björnsson á Breiðabólstöðum. Síðasta árið sem hann
þjónaði prestakalli þessu, var Grímur Thomsen annexíubóndi
hans. Féll mæta vel á með þeim, enda voru þeir gamalkunn-
ugir og vel til vina alla æfi.
Með föður mínum og Arna stiftsprófasti tókst brátt mikil
vinátta. Áttu foreldrar mínir aldrei öðru en hinu bezta að
mæta af hálfu þeirra hjóna, stiftsprófasts og frú Sigríðar Hannes-
dóttur (biskups Finnssonar) konu hans. Og alveg sérstaklega
hændumst við systkinin að þessum gömlu hjónum, sem voru sér-
staklega barngóð, en hafði sjálfum aldrei orðið barna auðið.
Þegar stiftsprófastur afhenti föður mínum stað og kirkju, vorið
sem hann fluttist að Görðum, lét stiftsprófastur þess getið við
föður minn, að þótt þess væri nú ekki getið í úttektargerðinni,
þá langaði sig til að mega áskilja sér það, að hann mætti
veita skírn börnum þeim, er prestshjónunum ungu fæddust
meðan hann tórði og væri til þess fær. Sem geta má nærri
var föður mínum Ijúft að verða við þessum tilmælum, enda
skírði Árni stiftsprófastur okkur öll sjö systkinin, sem í Görð-
um fæddust, því að hann lézt ekki fyr en í desember 1869,
hálfu öðru ári eftir að við fluttumst alfarið til Reykjavíkur.
Sambýlið við stiftsprófast varð föður mínum yfirleitt til mikillar
ánægju, svo fátt sem þar syðra var um menn, sem tala mátti
við um lærdómsefni. Og þótt stiftsprófastur hefði hin síðari
árin fylgst illa með í guðfræðinni, var hann hins vegar svo
gáfaður maður og margfróður, að faðir minn gat haft ánægju
af að tala við hann einnig um guðfræðileg efni, þótt þeir
væru sízt alt af sammála. Hið nálega eina, sem föður mínum
féll miður í fari stiftsprófasts, var hversu hann með aldrinum
gerðist vínhneigðari en gott var, því að hann bar það fremur
illa og gerðist þá fasmeiri en föður mínum gott þótti. Að