Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 76
Prestafélagsritiö.
Helgi Hálfdánarson.
71
um að anna jafn umsvifamiklu embætti og biskupsembættið
er. Margir voru þeir víðsvegar um land, sem lengi höfðu gert
og gerðu enn ráð fyrir, svo sem sjálfsögðum hlut, að faðir
minn yrði eftirmaður hans í því embætti. Og sjálfur hafði dr.
Pétur gert ráð fyrir hinu sama og enda tilnefnt föður minn
í bréfi til landshöfðingja er hann beiddist lausnar, svo sem
þann, sem hann teldi líklegastan eftirmann sinn. Hve ríkt
föður mínum hefir verið þetta í huga, veit eg ekki. Eg heyrði
hann aldrei á þetta minnast fyr en í bréfi til mín, sem þá var
í Kaupmannahöfn, um það leyti sem biskup hafði sagt af sér.
Skýrði faðir minn mér frá því, að Magnús landshöfðingi hefði
heimsótt sig, skýrt sér frá því, að nú mundi biskupsembættið
losna og að nú kæmi að því að tilnefna eftirmann hans.
Hefði landshöfðingi sagt sér, að þar gætu aðeins þeir tveir
komið til greina, faðir minn og séra Hallgrímur Sveinsson.
En jafnframt hefði landshöfðingi tekið það hreinskilnislega
fram, að það þætti sér helzt athugavert við að leggja til við
stjórnina, að hann yrði biskup, að þá yrði hann í vandræðum
með að fá mann að prestaskólanum, og í annan stað, að sér
þætti hann orðinn helzt til gamall. Báðar þessar ástæður voru
svo veigamiklar, að engin ástæða er til að liggja Magnúsi
landshöfðingja á hálsi fyrir, að hann taldi sér skylt að láta
séra Hallgrím verða fyrir vali, og gerðu það þó ýmsir. Eg
veit þá með vissu, að faðir minn erfði þetta ekki við lands-
höfðingja, enda kom brátt á daginn hve misráðið það hefði
verið að skipa hann, 62 ára gamlan og rúmlega það, í þessa
stöðu, auk þess sem þetta sama ár tók að brydda á þeirri
vanheilsu, sem tæpum fimm árum síðar lagði hann í gröfina.
Hér hefði því aldrei orðið tjaldað nema til fárra nátta með
hann í því embætti. Og skyldi faðir minn, sem eg þó efast
um, hafa í bili kent einhverra vonbrigða í sambandi við þetta,
er eg þess fullviss, að honum hefði orðið hitt enn þungbær-
ara, jafnvel á fyrsta ári að reka sig á það, að hann fyrir
vanheilsu sakir væri ekki fær um að anna þessu embætti
eins og hann hafði vilja til og sá að þörf var á. Eg veit þá
líka með fullri vissu, að föður mínum varð þetta jafnsnemma