Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 185
176
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
dómirtn" sem eina ákveðna heild. Eftir skoðun höfundarins er þvílíkt tal
villandi. Kristindómur Nýja testamentisins er ekki ein áveðin mynd kristi-
legrar trúarskoðunar. „Frumkristindómurinn" birtist þar miklu fremur í
fjórum myndum, er að sumu leyti hafa orðið til samhliða. Sú
meginhugsun, sem rit þetta hefir til flutnings og þar er rökstudd, er
þessi: Hins upprunalega kristindóms er ekki að leita í guðsþekkingu
Jesú sjálfs, eins og algengast hefir verið haldið fram af nýguðfraeðingum,
heldur í guðsþekkingu elzta safnaðarins, sem lærisveinarnir settu á fót.
Kristindómurinn er ekki vaxandi guðsþekking Jesú sjálfs, heldur hin
vaxandi guðsþekking iærisveinanna fyrir áhrifin frá honum, er hann lifir
fyrir augum þeirra svo sem sá, er Iætur þeim í té þann kærleika, sem
þeir höfðu skilyrði til að meta, og lætur þeim þennan kærleika í té svo
sem Guðseigin kærleika. Það sem Jesús hefir orðið heiminum, það hefir
hann orðið honum við það, sem hann varð þeim.
Svo sem alkunna er, hefir hin frjálslynda guðfræði kostað kapps um
með öllum hjálparmeðulum vísindanna að setja oss fyrir sjónir „hinn
sögulega Jesú", þ. e. Jesú eins og hann lifði og umgekst hér á jörðu.
En höf. hefir í tvímælum, hvort kröfum frúarinnar hafi nokkru sinni eða
geti nokkru sinni orðið fullnægt með hinum sögulega Jesú, eins og reynt
hefir verið að gera hans grein af vitnisburði guðspjallanna. I stað
þess að binda sig við Jesú sögunnar, þ. e. sem sögulega persónu,
leitast höf. við að hjálpa Iesendum sínum til að koma augá á „Kristritn-
ingarinnar", sem trúin heimtar. Og í þeim tilgangi gerir höf. grein fyrir
þeim myndum af Jesú, sem guðspjöllin hafa að geyma: fyrst Matteusar-
guðspjallið, sem hefir að geyma hina elztu kristgyðinglegu skoðun á
Jesú, þvínæst Lúkasar-guðspjallið, sem hefir að geyma skoðun Páls
postula eins og hún hefir fest rætur í söfnuðum kristnaðra heiðingja, og
loks fjórða guðspjallið, þar sem skoðun Nýja testamentisins nær sínu
hæsta stigi. í þvílíkri greinargerð sinni er höf. í andstöðu við nýju guð-
fræðina og nálgast í þess stað hina gömlu „Construction" Hegels: Krist-
gyðingdómur fyrst, þá heiðinkristindómur og loks sambreyskingur af
báðum.
Vfirleitt er synd að segja, að þessi lærði höf. mæli eins og aðrir mæla
í ritum sínum. Eg ætla enda að Danir eigi í bili engan guðfræðing
jafn sjálfstæðan þessum, nema ef vera skyldi dr. F. C. Krarup í Sórey,
eða jafn ódeigan við að hleypa hugsunum sínum út á nýjar brautir.
Fyrir því má Iíka gera ráð fyrir, að skoðanir manna verði mjög skiftar
um bók þessa, sem þá líka einatt eggjar til andmæla. En þrátt fyrir það
er bókin hin ánægjulegasta þeim er slíkri lesningu unna, en þeirra ætti
helzt að vera að leita meðal presta, þótt aðrir geti líka haft bókarinnar
full not og auðgað anda sinn við lestur hennar.
Dr. 7. H.