Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 34
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
29
lauslegt af göngustöfum og regnhlífum, og í fátinu, sem á
hann gat komið við þá háreysti, gat farið svo, að hann
gleymdi að drepa á dyr og kæmi rjúkandi inn í stofuna eins
og brandur úr byssu. En með slíkri innkomu var ungdómin-
um skemt svo sem að líkindum lætur, og þá var svo sem
sjálfsagt, að láta okkur börnin fara inn í einhverja aðra stofu
meðan þeir töluðust við séra Hannes gamli og faðir minn.
Samkvæmt reglugjörð prestaskólans var biblíuskýring náms-
grein, sem forstöðumaðurinn og æðri kennarinn áttu að skifta
með sér að jöfnu. En auk þess hafði það sérákvæði verið
sett í reglugjörðina, að forstöðumaðurinn kendi jafnan trú-
fræðina og hina kennimannlegu guðfræði (þar á meðal ræðu-
gjörð). Af þessu leiddi, að siðfræðin og kirkjusagan urðu að-
alkenslugreinar föður míns jafnhliða biblíuskýringunni. En þar
sem nú svo stóð á, að Sigurður Melsteð hafði aldrei verið
þjónandi prestur, þótti réttara, að faðir minn kendi líka kenni-
mannlegu guðfræðina. Alls voru kenslustundirnar 30, sem
komu í hlut þeirra forstöðumanns og æðri kennara, 15 á
hvorn vikulega, en til forspjallsvísindanna var varið 6 stund-
um. Svo heppilegt sem það var að sjálfsögðu, að faðir minn
kendi kennimannlega guðfræði, svo einkar sýnt sem honum
var um hvorttveggja sjálfum, að semja prédikanir og spyrja
börn, svo óheppilegt tel ég það verið hafa, að hann var ekki
þegar frá byrjun látinn kenna trúfræðina, svo þýðingarmikil
og áríðandi sem sú námsgrein var fyrir prestaefnin. En það
var á móti reglugjörðinni og því gat það ekki orðið. Fyrst
þá er faðir minn, eftir 18 ára starf við skólann, varð forstöðu-
maður, kom trúfræðin í hans hlut. Þó er þetta engan veginn
svo að skilja sem honum léti ekki kenslan í siðfræðinni og
kirkjusögunni. Eg álít miklu íremur, að honum hafi látið sú
kensla mjög vel. Framsetning hans á siðfræðinni þótti einkar
ljós og margir stúdentar fengu beint mætur á þeirri fræði-
grein. Og þá var honum ekki síður mjög sýnt um kirkjusögu-
kensluna. Hið eina, sem að henni mætti finna, er, að svo
samanþjappað sem þar var miklu efni, hlaut hún einatt að
verða lærisveinunum full erfið viðfangs, einkum þeim sem