Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 97
Prestafélagsritið.
Kirkjuguðrækni.
91
ytri skilyrdi, sem ýmist geta haft örfandi og hitandi eða lam-
andi og kælandi áhrif á hugarþel þeirra, sem í kirkju eru,
og þar af leiðandi geta talsverðu ráðið um það, hvort kirkju-
stundin verði Guði helguð stund eða ekki.
Má þar fyrst nefna, að ekki er sama hvernig sjálft kirkju-
húsið er, þar sem tilbeiðslan fer fram. Veglegt hús, hlýtt og
vistlegt, hefir önnur áhrif á mann, sem þar vill biðjast fyrir,
en hús, sem bæði er kalt og hrörlegt og óvistlegt á flestar
lundir. Öllum er þetta svo kunnugt, að ekki þarf um það
að fjölyrða.
Þá er ekki heldur sama hvernig helgisiðaform það er,
sem farið er eftir. Öllum þeim, sem víða hafa farið, er
kunnugt um, hve kirkjusiðir geta verið með mörgu móti og
hve ólík áhrif þeir geta haft á hugann. Þarf ekki annað en
benda á, hve mikilsvert það er, að fegurstu kaflar Biblíunnar
hljómi við guðsþjónusturnar, og eins hitt, hve söngurinn getur
gert þær tilkomumiklar.
Þá má minna á, hve öll forstaða og framkvæmd guðsþjónu^t-
unnar er mikilsverð, bæði alt það, sem presturinn ber fram
og einnig organleikari og meðhjálpari og aðrir. Það er meira
dm vert en margur hyggur, að alt sé vel undirbúið og alt
fari sem bezt fram. Margur maðurinn, sem í kirkju kemur, er
næmur jafnvel fyrir ýmsum smámunum við framkvæmd guðs-
þjónustunnar, sem áhrif hafa á huga hans, til góðs eða ills.
Enn er eitt, sem kemur til greina, og það er ró og kyrð
meðan guðsþjónustan fer fram. Öll tilbeiðsla er háð lögmáli
hljóðleikans. Það þarf að vera hljótt í sálu mannsins, til þess
að geta tilbeðið drottin, en sá hljóðleikur truflast hjá mörg-
um eða flestum, ef ekki er hljótt í kringum þá. í sálmum
Gamla testamentisins er talað um, að vera hljóður fyrirjahveog
vona ájhann (Dav. s. 37, 7.), og skáldið hvetur sálu sína til
að bíða rólega eftir Guði (Dav. s. 62, 2.); en í einu af bréf-
um Nýja testamentisins er talað um hinn hulda mann hjart-
ans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrláts anda, sem
dýrmætur sé í Guðs augum (1. Pét. 3, 4.). Bréfið telur
þennan búning andans hið rétta innra skart kristins manns.