Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 89
Prestafélagsritið.
Úr bréfum séra M. A.
83
þeir væru alveg lausir við öll önnur störf en eiginlegu prests-
störfin. Mér finst það ekki ósennilegt. En þetta er hægra
sagt en gert, og víst er um það, að ekki stafar öll deyfðin
af þessum orsökum, heldur af ýmsum öðrum«. . . .
17. marz 1914: ». . . . En þegar svona er komið,1) þá
verður manni að spyrja um orsakir, og þá kemur svo oft í
huga minn þetta: Prestarnir of margskiftir í störfum sínum.
Þeir sem sterkastir eru í anda, orka því, hinir misjafnlega.
Auðvitað má presturinn ekki telja sér neitt mannlegt óvið-
komandi. En »ekki hæfir að vér yfirgefum orðið, til að
þjóna fyrir borðum« var þó einu sinni sagt, og oft hafa
þessi orð stungið mig, þegar ég hef ár út og ár inn verið
kafinn í öðrum störfum, en þeim, er heyra til prestsembætt-
inu, og oft hef ég ásett mér að losa mig við eitthvað af
þeim störfum, en [átt erfitt með að framkvæma það, þótt ilt
að afsegja að vinna það, er félagsbræður mínir hafa viljað
nota mig til, þótt hitt væri mér geðfeldara, að mega gefa
mig heilan og óskiftan við prestsstörfunum*. . . .
4. Um eilífa utskúfun.
„Gilsbakka 5. desember 1892.
. . . Skyldi nú séra Jón Bjarnason vera enn á lífi? Það hafði
verið lítil von um hann seinast, er fréttist. Það verður hvorki
um hann lífs né liðinn sagt, að hann hafi verið neinn hálfvelgju-
maður. En ekki get ég sagt annað, en að mér finnast sumar
setningar hans »paradoxur«. I mínum augum er það að minsta
kosti undarlegt eða óskiljanlegt, hvernig maður, sem eins
kröftuglega og hann heldur fram hinni óttalegu kenningu
kirkjunnar um kvalir og útskúfun fordæmdra, getur svo aftur
sagt, að hann hræðist nirvana eða algert tilveruleysi meir en
hv., eða að kenning realistanna, sem láta reyndar alt jarð-
^eskt líf enda í tragediu, og síðan verða að engu, að hún sé
!) Þ. e. um messuföllin mörgu og deyfö og drunga.