Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 156
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
147
frá því einslega, að hún sæi fleiri þar inni en við hin sæjum
og þar á meðal móðurömmu litlu stúlkunnar.
Skygna konan var hjá þeim um nóttina, minnir mig, og
hefir sagt mér og öðrum frá því, að hún hafi hvað eftir
annað séð þar inni móður húsfreyju, sem andast hafði há-
öldruð kona.
Þegar litla stúlkan vaknaði næsta morgun (hinn 20. maí),
síðasta daginn, sem hún lifði, spurði hún mömmu sína fyrst:
»Hvað sagði svo presturinn?*
Hún hafði vitað, að til mín átti að fara, og mundi það nú.
Sýnir spurningin, að hún var með fullri rænu. Móðir hennar
svaraði einhverju. Þá biður hún að gefa sér að drekka. Síð-
an legst hún niður og segir því næst, um leið og hún gerir
tilraun til að færa sig undan:
>Hvaða kerling er nú þetta ?«
Ekki var annað sýnilegt en að hún væri með fullu ráði —
eftir því sem móðir hennar fullyrðir — þó að hún talaði fátt.
Eigi skulum vér láta það hneyksla oss, að barnið nefndi kerl-
ingu; svo hefir hún verið vön að heyra aldraðar konur nefnd-
ar. Skygna konan var sannfærð um, að deyjandi stúlkan hefði
séð ömmu sína, sem hún fullyrti að væri þarna og léti sér
engu síður ant um barnið (frá hinum heiminum, er vér nefn-
um svo) en móðirin frá þessum.
Þetta atvik vakti fyrst athygli mína á þessari sérstöku teg-
und sálrænna fyrirbrigða.
Síðar hefi ég séð, bæði í enskum bókum og tímaritum, að
sumir langlærðustu sálarrannsóknamennirnir, sem eru þó jafn-
framt mjög efagjarnir menn, telja það tvent fela í sér mestar
sannanir fyrir framhaldslífinu: sýnir bárna, ekki sízt deyjandi
barna, og ljósmyndir af framliðnum mönnum.
Nú leyfi ég mér að segja yður frá fimm dæmum erlendum.
Eg tek fjögur þeirra eftir hinni frægu bók prófessors C.
Richet, lífeðlisfræðings í París, sem nefnist í enskri þýðing:
Thirty Years of Psychical Research.