Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 201
Prestafélagsritið.
LOG
UM ALMANNAFRIÐ Á HELGIDÖGUM
Þ]ÓÐKIRK]UNNAR.
1. gr. Á helgidögum þjóðkirhjunnar er bönnuð öll sú vinna, úti og inni,
er hefir hávaða í för með sjer eða fer fram á þeim stað eða með þeim
hætti, að hún raskar friði helgidagsins. Á höfnum, þar sem skip liggja
eigi við bryggju eða bólverk, er þó heimilt að ferma og afferma skip á
helgidögum þjóðkirkjunnar, þó eigi á föstudaginn Ianga og hinn fyrra
helgidag stórhátíðanna, og eigi heldur á kirkjustöðum frá kl. 11 árdegis
til kl. 3 síðdegis, þegar messað er á staðnum, nema brýna nauðsyn beri til.
Á öruggum höfnum, þar sem skip liggja við bryggjur eða bólverk, er
bannað að ferma eða afferma skip, þar með talin fiskiskip og vélbátar,
á föstudaginn langa og hinn fyrra helgidag stórhátíðanna, svo og á öðrum
helgidögum þjóðkirkjunnar, frá kl. 11 árdegis til kl. 3 síðdegis. Þó mega
strandferðaskip, sem aðallega flyfja póst og farþega, fá afgreiðslu. Það
skal og yfir höfuð vera heimilt að vinna þau verk, sem eigi má fresta
eða miða til þess að bjarga eða hjálpa öðrum, sem í hættu eru staddir
eða eiga hana yfir höfði sjer.
2. gr. Kaup og sala má eigi fara fram á helgidögum þjóðkirkjunnar í
sölubúðum kaupmanna, kaupfélaga eða annara sölumanna, og skulu
búðir þeirra vera lokaðar. Undanþegnar þessu banni eru:
1. Lyfjabúðir að því er Iyfjasölu snertir.
2. Bifreiðastöðvar til fólksflutninga.
3. Brauð- og mjólkurbúðir að því er snertir sölu á brauði og mjólk.
4. Fiskbúðir.
5. Blaðaafgreiðslur.
Á götum, forgum og opnum svæðum í kaupstöðum og kauptúnum er
einnig öll sala bönnuð á helgidögum þjóðkirkjunnar. Undanþegin þessu
banni er þó sala á fiski, blöðum, bókum, aðgöngumiðum að íþróttamót-
um, happdrættismiðum og þessháttar til kl. 11 árd. og eftir kl. 3 síðdegis.
3. gr. Á helgidögum þjóðkirkjunnar má ekki á neinum almennum
veitingastað halda veizlur eða aðra hávaðasama fundi fyr en eftir miðaftan.
4. gr. Á helgidögum þjóðkirkjunnar má hvorki halda almennar skemt-
anir nje heldur mega markaðir eða aðrar þær athafnir, sem hávaði er
að, eiga sjer stað fyrir kl. 3 síðdegis, nema lögreglustjóri leyfi.
5. gr. Á helgidögum þjóðkirkjunnar má eigi, nema brýna nauðsyn
beri til, halda sveitar- eða bæjarstjórnarfund, þing, gegna fógetastörfum
eða skjalaskrifarastörfum, halda skiftafundi, uppboðsþing eða gegna öðr-
um dómsstörfum. Ekki skal heldur stefna eða boða neinn fyrir dóm eða