Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 163
154
Haraldur Níelsson:
PrestafélagsritiD.
»Eins og ég hefi tekið fram, lifði Daisy þrjá daga, eftir að
hinn fyrsti kvalafulli sólarhringur var á enda. . . . Þann tím-
ann lifði hún í tveim heimum, eins og hún að orði komst.
Tveim dögum áður en hún lézt kom forstöðumaður sunnu-
dagaskólans að heimsækja hana. Hún talaði mjög berlega
um það, að hún væri á förum og bað hann skila kveðju til
sunnudagaskólabarnanna og kennaranna. Þegar hann var að
kveðja, mælti hann: »jæja, Daisy, þú kemst bráðum yfir
myrka fljótið«. Þegar hann var farinn, bað hún föður sinn
að útskýra, hvað hann ætti við með »myrka fljótið«. Faðir
hennar reyndi að skýra það, en hún sagði: >Það er helber
misskilningur; það er ekkert fljót; það er ekkert tjald; það
er ekki svo mikið sem lína, er greini þetta líf frá öðru lífi«
Og hún teygði litlu hendurnar sínar fram úr rúminu og sagði,
um leið og hún benti: »Það er hérna og það er þarna. Eg
veit að þetta er svona, því að ég get séð ykkur öll, og ég
sé þá þarna samtímis«.
Einn morgun, þegar ég var í herberginu, var vingjarnleg
nágrannakona okkar, frú W., að Iesa fyrir hana í jóh. 14,
1. 2. Daisy kom þá með þessa athugasemd: »Híbýli, það
merkir hús. Ég sé ekki raunveruleg hús þar; en þar eru
staðir, sem menn mætast víst á. Alli talar um að fara til
svona og svona staðar, en minnist ekkert á hús. Sjáðu, í
Nýja-testamentinu er ef til vill talað um híbýli, svo að okkur
finnist við eiga að fá heimili í himnaríki, og má vera að ég
hitti fyrir heimili, þegar ég kem þangað. Og ef svo fer, þá
munu himnesku blómin og trén, sem mér þykir svo vænt um
hér, verða þar — því að ég sé þau, og þau eru fegurri en
þið getið ímyndað ykkur«. Ég mælti: »Daisy, veiztu ekki, að
biblían talar um, að himnaríki sé fögur borg?« Hún svaraði:
»Ég sé enga borg«, og undrunarsvipur kom á andlitið og
hún sagði: »Ég veit ekki; má vera, að ég þurfi að fara
þangað fyrst«.
Sama dag kom sunnudagaskólakennarinn hennar, frú H.,
og sat hún við rúmið hennar. Þá sagði Daisy: »Börnin þín
eru bæði hérna*. Nú stóð svo á, að börnin höfðu látist fyrir