Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 31
26
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
úrskurðarvaldið um hin hækkuðu laun voru í hendi ríkis-
þingsins danska. Svo fór þó, að honum var veitt embættið
um vorið (1867), en þar sem veitingin kom ekki út hingað
fyr en eftir fardaga, varð hann að hafa ábyrgð á prestakalli
sínu næsta fardagaár. Þótti honum það að sumu leyti miður,
en við það varð ekki ráðið. Hafði hann því allan veg og
vanda af þjónustu þess til fardaga 1868. Einnig hafði hann
búslóð sína alla þar syðra þann tíma. Sat hann sjálfur í
Reykjavík um veturinn (og var til húsa og í kosti hjá sínum
gamla vini Jóni skólakennara Þorkelssyni), en reið suður að
Görðum á hverjum laugardegi til að vinna prestsverk og
embætta á helgum. Um þessi embættaskifti farast honum svo
orð í bréfi til bróður síns sumarið 1867: »Eg veit nú ekki
hvort eg á að fagna eða gleðjast yfir þessu. Mér þykir að
sumu leyti sárt að fara héðan frá Görðum, en að mörgu leyti
verð eg því feginn*. (Honum þótti það einkum fyrir að fara
frá Görðum, að honum fanst þar svo fallegt; en það hafði
hann erft frá föður sínum, að hafa opið auga fyrir fegurð
náttúrunnar og það svo að náttúrufegurð var honum beint
skilyrði fyrir að geta unað hag sínum þar sem hann dvaldist).
»Aftur kvíði eg fyrir mörgu í hinni nýju stöðu minni. En mér
fanst í fyrra, þegar eg sókti, að eg gæti ekki verið hér lengur,
og hið sama finst mér að nokkru leyti enn, og þess vegna
iðrast eg þó ekki efíir þetta fyrirtæki mitt, þó margt líti
erfiðlega út«.
Ríkisþingið danska hafði ekki aðeins veitt honum embættið
með 800 dala launum, heldur og með fyrirheiti um hækkun
að sex árum liðnum, upp í 1000 dali. En auk hinna föstu
launa skyldi hann njóta nokkurrar dýrtíðar- eða (eins og
það var þá kallað) kornlaga-uppbótar árlega, en hún var
miðuð við verð á kornvöru í Danmörku á hverju ári og gat
því breyzt árlega.
Fyrstu störf föður míns við prestaskólann urðu þau þá um
sumarið í ágúst að prófa 5 prestsefni; en meðal þeirra voru
þeir frændur Eiríkur Briem og Eggert Ó. Briem. En um
haustið tók hann við kenslustörfum svo sem lög gera ráð