Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 102
96
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Þá kem ég að síðasta atriði í umtalsefni rn'mu, að spurn-
ingunni: Hvað er hægt að gera til þess að bæta úr þeim
göllum, sem nú eru á kirkjuguðrækni vorri?
Þegar eitthvað á að bæta eða laga, er fyrst að fá menn
til að skilja að endurbóta sé þörf og hvernig þær eigi að
vera. Þetta á einnig við hér. Hið fyrsta, sem hér þarf að
gera, er því að fá menn alment til að skilja tilgang kirkju-
guðrækninnar og skilprðin fyrir því, að þeim tilgangi verði
náð.
Ef menn alment hefðu skilning á þessu, myndi af því leiða,
að söfnuðurinn í heild færi að meta meir alla liði guðsþjón-
ustunnar, ekki síður biblíuorðið, bænir og söng, en prédikun-
ina. Þeir mundu þá sjá og sannfærast um, að alt, sem fram
er borið við guðsþjónustuna, styður að heildaráhrifunum, og
myndu komast að raun um, að heildaráhrifin eru ekki ein-
göngu undir fáeinum mönnum komin, sem veita guðsþjónust-
unni forstöðu, — þótt mikið fari eftir forstöðunni allri —
heldur einnig undir hegðun einstaklingsins meðan á guðsþjón-
ustunni stendur og undir almennri hluttöku safnaðarins.
Þessi fræðsla gæti verið með ýmsu móti. Fyrst og fremst
geta prestarnir frætt um þetta, bæði í prédikunum sínum og
með fyrirlestrum, — og eflaust hafa ýmsir þeirra gert það.
Svo gætu þeir, ef til vill, fengið einhverja áhugasama menn í
söfnuðum sínum til aðstoðar í þessu fræðslustarfi. Einnig
mætti ná til manna með prentuðu orði, með stuttum, en
skýrum leiðbeiningum um, hvernig menn ættu að haga sér í
kirkju, til þess að alt gæti stuðlað þar að sameiginlegri upp-
byggingu og hver guðsþjónusta geti orðið sannarleg tilbeiðslu-
stund fyrir söfnuðinn. Væri vissulega þarft verk, að semja
slíkar leiðbeiningar og koma þeim »inn á hvert heimili* á
landinu, eftir því sem unt væri.
Næst því að skilja, er að vilja laga það, sem ábóíavant er
við kirkjuguðræknina á hverjum stað. Þar ríður á, að prest-
urinn hafi sem flesta samverkamenn, sem með honum vilja
stuðla að því, að guðsþjónusta hvers safnaðar geti orðið sem
veglegust og tilkomumest á allar lundir. Þar er margs að