Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 189
180
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
hjartfólgin. Hefir bók þessi mikinn fróðleik að geyma. Þar skrifa 12
menn um jafnmörg mál. Nægir að nefna nokkur dæmi. Götzsche biskup
skrifar um nauðsyn og vanda, sem fylgir hinu mikla starfi, sem ýmsir
mætir menn hafa nú með höndum, en það er þýðing Gamla testamentis-
ins úr frummálinu á dönsku. Er sú grein rituð af miklum lærdómi en
um leið svo fjörlega, að unun er að lesa. I bók þessari er sagt frá
kirkjulífi í Suðurjótlandi, sagt frá þeim breytingum, sem þar hafa orðið
frá því Suðurjótland aftur sameinaðist Danmörku.
Þá segir Olf. Ricard kirkjusögu Danmerkur frá 1900—1925, og er
í þeirri frásögn mikinn fróðleik að finna.
En lengsti kaflinn í bók þessari er eftir J. Oskar Andersen guðfræði-
prófessor, og er það mjög ítarleg gretn um „Andsvar kirkjunnar", rit
Grundtvigs, sem fyrir 100 árum vakti svo mikla eftirtekt á Norðurlöndum.
Um nýlátna merkismenn hinnar dönsku kirkju skrifa þeir Jakob
Appel fyrv. ráðherra, Ussing stiftprófastur og Paludan Muller prestur, og
ekki má hlaupa yfir þá grein, sem er eftir F. L. Ostrup, og heitir
„Kristendom og Pacifisme".
Bók þessi samsvarar Prestafélagsritinu hér heima, og gæti ég trúað,
að margan langaði til að lesa hana, og mæli hið bezta með henni.
Bj. J.
Norskar bækur.
„Norvegia sacra. Aavbok til Kunnskap om den Norske Kirke i
Fortid off Samtid. Fjerde Aargang 1924“. — Steenske Forlag. Kristiania
(Oslo). — 328 bls. í stóru átta blaða broti. — Verð 15 kr. norskar.
Það er veruleg ánægja að fá bók þessa í hendur og njóta hins marg-
víslega fróðleiks, sem hún flyfur frá norsku kirkjunni, bæði frá fortíð
hennar og nútíð. Mér þykir næsta ótrúlegt, að nokkurn íslenzkan prest,
sem eignast getur árbók þessa, iðri þeirra kaupa, þar eð margt má af
bókinni læra um kirkjulíf þeirrar nágrannaþjóðar vorrar, þar sem margt
er líkast því, sem hér á sér stað: ýmsir sömu erfiðleikarnir að yfirvinna,
aðstæður ýmsar svipaðar, og þjóðareðlið að mörgu leyti náskylt. En fátt
vekur til umhugsunar um eiginn hag eins og öll kynni af því, er
gerist annarstaðar. Þá gefst tækifæri til samanburðar, bæði á starfssvið-
unum og starfsaðferðunum og andlegum hreyfingum. Slíkt getur orðið
hvatning í starfinu og beint inn á nýjar brautir, en forðað frá þeirri
miklu hættu, að standa I stað og reyna aldrei neitt, nema það, sem áður
hefir tíðkast.
Þessi árgangur árbókarinnar flytur eins og að undanförnu ritgerðir