Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 195
186
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
einnig frá íslandi. — Helztu greinar, auk þessara nefndu, eru: „Den
evangeliska kyrkan i Tyskland 1925“, „Den anglikanska kyrkan 1924—
1925“, „Augustana-synoden 1925“, „Det kyrkliga laget inom den orient-
aliska kristenheten", „ Kyrkosángsrörelsen" — grein, er skýrir frá aðferð-
um og félagskap Svía til þess að fullkomna og göfga kirkjusönginn —,
„Religiösa nutidsrörelser av mystisk och apokalyptisk art“ og „Det eku-
meniska mötet i Stockholm 1925“.
Eg vildi óska, að sem flestir af prestum vorum gæfu eignast þessa
sænsku árbók, sem mér finst að hafi svo margvíslegan þarfan fróðleik
að flytja.
„Almánna Svenska Prástföreningens Arsprogram 1925“. — 30 bls. í
fjögra blaða broti.
I ársskýrslu þessari sést alt um stjórn og starfsemi almenna sænska
prestafélagsins og um helztu málin, sem þar eru á dagskrá.
Ákveðið er að halda aðalfund félagsins í ár í Orebro 17. —19. ágúst,
og eiga hátíðahöld eð vera í sambandi við fundinn til minningar um, að
400 ár eru þá liðin frá því að Nýja testamentið í fyrsta sinni kom út á
sænsku. — Er það 14 árum áður en vér eignuðumst fyrstu Nýja-testa-
mentisútgáfu vora í þýðingu Odds Gottskálkssonar. — Til hátíðahalda
þessara hefir sænska prestafélagið boðið fulltrúum frá hinum Norður-
landa-kirkjunum, einnig frá Islandi.
Emanuel Linderholm: „Pingströrelsen i Sverige. Ekstas, under
ock apokalypiik i nutida svensk folkreligiösitet“. — Stockholm. Albert
Bonniers förlag. 1925. — 351 bls. —
í bók þessari gerir þessi alkunni höf. ítarlega grein fyrir því einkenni-
lega fyrirbrigði, sem svo víða hefir gert vart við sig síðustu 20 árin, og
ekki hefir síst náð útbreiðslu í Svíðþjóð. Höf. sýnir með mikilli glögg-
skygni fram á, að þessi „hvítasunnuhreyfing" er náskyld ýmsum öfga-
stefnum, sem saga kirkjunnar hefir af að segja bæði fyr og síðar. Höf.
hefir sýnilega kynt sér stefnuna sem rækilegast, lesið ógrynni rita og dag-
blaða, sem bæði hafa verið með henni og móti, og dæmir um hana með
því rólyndi, sem skapast af þekkingunni á mörgum svipuðum öfgastefn-
um. Höf. hefir áður ritað bók um stefnuna sjálfa, en í þessu riti rekur
hann aðallega sögu hennar í Svíþjóð og vöxt hennar og viðgang þar i
landi.
Það leynir sér ekki, að þótt höf. sé alt annað en hrifinn af þeirri
stefnu, sem hann hér er að lýsa, gerir hann sér alt far um, að skýra
sem réttast og nákvæmast frá öllu. Bókin er því næsta fróðleg, og gott
hjálparmeðal þeim, sem vilja kynnast þessari einkennilegu stefnu, og þá
ekki sízt prestum á þeim stöðum, þar sem hún gerir vart við sig.
G. Sk.