Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 199
190
Kirkjumál á Alþingi 1926.
Prestafélagsritið.
sem lög þessi taka, aö forðast það sem óframkvæmanlegt er, fara ekki
nema stutt, en leitast við að búa þar um sem bezt og smuguminst. Yfir-
leitt er leitast við að friða sem bezt stutta stund, kl. 11—3 á helgidögunum.
En aðalbreytingin er þó síðari hluti 1. gr., þar sem skerpt eru ákvæðin
um ferming og afferming skipa, en það mátti svo heita, að þar væru
áður veittar svo miklar undanþágur að sama var eins og leyft væri
skilyrðislaust. Þessu er mikið kipt í lag. Er þó gerður nokkur munur á
tryggum og góðum höfnum annars vegar, og ófryggum höfnum hins vegar,
þar sem ábyrgðarhluti getur verið að halda skipum lengur en nauð-
syn krefur.
En auk breytinganna, á endursamþykt laga jafnan að geta haft skerp-
andi áhrif, ef Iög hafa verið komin í vanrækslu, en svo er betur eftir
þeim gengið.
2. Þá voru sett þörf lög um líkhús. Þar sem kirkjugarðar eru fjarri
og eins þar sem um nokkuð stóra bæi er að ræða, er nauðsynlegt að
hafa líkkapellu í kirkjugörðum. Ætti það að tíðkast meira en nú er, að
láta jarðarfarir fara fram frá slíkum kapellum. En það þótti vafasamt,
hvort heimilt var fyrir sóknarnefndir að jafna kostnaði við bygging slíkra
Iíkhúsa niður ásamt öðrum kostnaði við kirkjugarða. Þessvegna voru
þessi lög sett, að ósk safnaðarstjórnar í Reykjavík og með flutningi
sömu þriggja þingmanna:
1. gr. Þegar söfnuður samþykkir að reisa líkhús í kirkjugarði sínum,
skal með það farið, að því er snertir samþykt verksins og umsjón með
því og niðurjöfnun kostnaðar, eins og fyrir er mælt í lögum nr. 39, 8.
nóv. 1901, um kirkjugarða og viðhald þeirra. Um innheimtu gjalda, er á
verða lögð samkvæmt lögum þessum, skulu gilda, eftir því sem við á,
ákvæði laga nr. '40, 30. júlí 1909, um sóknargjöld. — Gjöld þessi má
taka lögtaki.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
3. Þá voru sett lög er heimila stjórninni að veita guðfræðikandídat
Sveinbirni Högnasyni prestsembætti á Islandi. Kemur þefta til af því,
að með lögum nr. 36, 11. júlí 1911 er kandídötum í guðfræði frá Há-
skóla íslands veittur einkaréttur til prestsembætta á íslandi, en hér var
um að ræða kandídat frá Kaupmannahafnarháskóla. Var upphaflega farið
fram á það af flutningsmanni (M. J.) og það stutt af guðfræðideild Há-
skólans, að undanþágan væri gerð almenn að því er snertir kandídata í
guðfræði, annaðhvort frá háskólum Norðurlanda, eða frá erlendum há-
skólum yfirleitt, ef meðmæli kæmu frá guðfræðideild og viðkomandi
maður uppfylti að öðru leyti skilyrði til embætta hér á landi. — Gekk
þetta greiðlega gegnum neðri deild, en efri deild spilti þessu þarflega
máli með því að binda undanþáguna við nafn.
4. Breyting var gerð á Iögunum um bæjargjöld í Reykjavík, er felur í