Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 84
Prestafélagsritið.
Úr bréfum séra M. A.
79
kemst illa til að skrifa um bókina og veit ekki hvort nokkuö
verður úr því, og enn verra, að ég er ekki fær um það. En
hvað sem þessu líður, þá þakka eg þér fyrir þitt mikla og
góða verk«. . . .
26. ágúst 1887 skrifar hann aftur á þessa leið: >Ég skrif-
aði þér úr Reykjavík fyrst í júlí fáeinar línur í flaustri. . . .
Ég drap á við þig í áminstum línum, að ég hefði ætlað að
bera undir þig uppkast til nýrrar greinar um sálmabókina.
Það átti nú ekki að verða, að ég fyndi þig þá, og ýmislegar
ástæður hafa aftrað mér frá, að geta komist austur í sumar.
Meira af vilja en mætti hefi ég því hnoðað saman upp á
mitt eindæmi greininni og sent hana ritstjóra Þjóðólfs og
beðið hann að taka hana sem fyrst, og er þó orðið of seint.
Þótt mér ekki líki alls kostar við Þjóðólf, þá var ekki um
annað blað að tala í þessu tilliti; því Isafold vill ekki grein,
sem mælir með nýju bókinni. Að sumu leyti hefði átt bezt við,
að setja hana í Austra, eins og ég líka í veíur ætlaði mér; því
hún gengur í mót greinum Austra. En Austri or svo langt
burtu og útbreiðsla hans lítil, svo að ég hætti við það. Nú
þykir mér verst, ef Þorleifur dregur lengi að láta hana koma.
Að því er greinina sjálfa snertir, þá er hún ver úr garði
9er en ég vildi. Ég varð þess fljótt var, að mér er ofvaxið að
rita um það efni svo gagn sé í, enda var tilgangur minn aldrei
annar en sá, að láta heyrast rödd, sem kannaðist einlæglega
við hversu mikið og gott verk bókin er, og mæla með því,
að hún yrði innleidd sem fyrst alstaðar. Ég hefi því í fyrri
hluta greinarinnar leitast við að sýna, að hinar fyrri sálma-
bækur fullnægðu ekki lengur kröfum tímans, og síðan að þessi
nÝja bætir úr þörf. En seinni hluti greinarinnar er um þá tvo
nefndarmenn, er lagt hafa mest til bókarinnar, og er tekið
tilefnið af Austra, til að tala um þá sérstaklega. Greinin er
flminhæg og engin þörf að styggjast af henni; því að smá-
rúsínur, sem Þorl. pr. fær þar, veit ég ekki hvort hann hefir
v>t á að taka til sín. Reynt hefi ég líka til að sýna fram á, að
ekki þurfi höfundur að: Ég horfi yfir hafið, að vera Múha-
•tfeðstrúarmaður, því lýsing sálmsins sé ekki mjög ólík Opinbb.