Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 164
Prestafélagsritið.
Sýnir deyjandi barna.
155
allmörgum árum, og hefðu þau lifað hér í heimi, mundu þau
hafa verið orðin nær því fullvaxin. Daisy hafði aldrei heyrt
nokkurn um þau tala, né heldur áiti móðir þeirra nokkurar
myndir af þeim, svo að hún gat ekki hafa vitað neitt um
þau, fyr en hún sá þau í andlegum heimi. Hún var beðin að
lýsa þeim, en lýsingin kom ekki heim við hugmyndir móður-
innar um þau, því að Daisy sagði þau fullorðin. Þá sagði
móðirin: »Hvernig getur það verið? Þau voru börn, er þau
dóu«. Daisy svaraði: »Alli segir: Börn halda ekki áfram að
vera börn; þau vaxa og þroskast, eins og börn gera hér í
lífi«. Þá mælti frú H.: >En hún María litla dóttir mín datt,
og meiddist svo mikið, að hún gat ekki staðið bein«. Því
svaraði Daisy: >Hún er alheil nú; hún er bein og fögur; og
sonur þinn er svo göfugmannlegur og glaðlegur ásýndum*.
Önnur vinkona okkar kom inn, og Daisy lýsti dóttur henn-
ar, sem dáin var fyrir nokkurum árum, og hún talaði um
hana sem fullorðna; en móðirin gat ekki eftir lýsingunni
kannast við, að þetta væri sitt barn, unz Daisy mælti: >Hún
hafði fæðingarblett vinstra megin á hálsinum, en hún hefir
hann nú ekki«. Þá sannfærðist móðirin.
Síðustu dagana í veikindum hennar söng eldri systir henn-
ar, Lúlú, oft fyrir hana, aðallega úr sunnudagaskóla-sálma-
bókinni, og eftir að hún hafði sungið einn af þessum sálm-
um, þar sem talað var um engla og snjóhvíta vængi þeirra,
kallaði Daisy upp: »Ó, Lúlú, er það ekki undarlegt? við
héldum alt af að englarnir væru með vængi! En það er mis-
skilningur; þeir hafa enga vængi«. Lúlú svaraði: >En þeir
hljóta að hafa vængi, hvernig gætu þeir annars flogið niður
frá himni?« »Ó, þeir fljúga ekki«, svaraði Daisy, >þeir koma
bara. Þegar ég hugsa um Alla, þá er hann óðara kominn«.
Einu sinni spurði ég: »Hvernig sérðu englana?« Hún svar-
aði: »Ég sé þá ekki alt af; en þegar ég sé þá, virðast vegg-
irnir hverfa, og ég get séð svo langt — langt burt, og þú
gætir ekki látið þér koma til hugar að telja fólkið; sumir eru
nálægt og ég þekki þá; aðra hefi ég aldrei séð áður«. Hún
nefndi nafnið Mary C., systur frú S., sem var nágrannakona