Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 25
20
Jón Helgason:
PrestaFélagsritið.
ríkur kennimaður framan af, á þeirra tíma mælikvarða. En
aldrei hafði hann náð til alls almennings með prédikunum
sínum; þær voru yfirhöfuð lítt við alþýðu hæfi og líktust mest
köldum skynsemis-hugleiðingum, eins og tíðast var um pré-
dikanir skynsemistrúarmanna, en séra Árni komst aldrei út úr
»kuldabelti« skynsemistrúarinnar. Og þegar aldur tók að fær-
ast yfir hann, gerðist hann fremur áhugalítill um embættis-
rekstur sinn, tilfinningar hans fyrir þeirri ábyrgð, sem embættið
Iagði honum á herðar sem þjóni guðsorðs í kristnum söfnuði,
sljófguðust ár frá ári, svo að hann lét reka á reiðanum með
flest, sem að því laut. Loks bætti það ekki úr, að síðustu
4—5 árin varpaði hann öllum embættis-áhyggjum á aðstoðar-
prest sinn, séra Snorra Jónsson Norðfjörð, sem mönnum veitti
örðugt að bera virðingu fyrir. Kirkjurækni þar í sóknum mátti
þá líka heita að engu orðin, þegar faðir minn kom þar. Hvergi
var þó sinnuleysið almennara en í Hafnarfirði, enda var »fáum
ókunnari leiðin út að Görðum en Hafnfirðingum«, eftir því
sem síiftsprófasti sjálfum eiga að hafa farist orð. En það, sem
einkum stóð hinu andlega lífi fyrir þrifum þar í prestakallinu,
var örbirgðin, sem allur þorri manna átti við að búa í tómt-
húsunum mörgu, bæði á Nesinu og einkum í Hafnarfirði.
Baráttan fyrir lífinu fæddi af sér hið mesta áhugaleysi um alt,
sem ekki snerti munn og maga. Þessi tíu ár, sem faðir minn
þjónaði prestakalli þessu, urðu öllum almenningi hin mestu
bágindaár, en að því stuðlaði mest það, að sjórinn brást svo
að segja með öllu, en þangað átti allur almenningur að sækja
lífsbjörg sína, og þeir, sem jafnframt höfðu einhvern landsbú-
skap urðu vegna fjárkláðans að lóga hverri kind. Þetta em-
bætti, sem á pappírnum taldist til hinna »feitu«, varð prestin-
um því í mesta máta »magurt«, því að faðir minn var svo
skapi farinn, að hann gat illa gengið eftir lögmæltum tekjum
sínum hjá mönnum, sem hann vissi, að ekkert máttu missa og
margir gátu ekkert mist, af því þar var af engu að taka. Hinn
21. marz 1860 kemst faðir minn svo að orði í bréfi til bróð-
ur síns: ». . . . hér er enginn fiskur kominn enn. Hefir því
verið um tíma mikið hart manna á milli síðan korn þraut í