Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 152
Prestafélagsritið.
Helgidagavinna og heilbrigði.
143
lega áreynslu og vinnur inni við skrifborð sitt, ver honum vel
með því að dvelja óti undir beru lofti, í sólskininu, helzt við
líkamlega áreynslu, göngu og íþróttir. Helgihald hvíldardags-
ins er ekki, eitt út af fyrir sig, nóg til þess að afstýra afleið-
ingum ofreynslu og óhollrar vinnu, en það er einn þátturinn
í hollustureglum þjóðarinnar.
Sumir eru til þess neyddir að vinna á helgidögum, t. d.
læknar, ýmsir starfsmenn samgöngumála (t. d. járnbrautaþjón-
ar og skipshafnir á flutningaskipum), starfsmenn við síma og
pósthús, og til sveita verða hirðingarmenn búfjár að vinna á
helgidögum. En við sum þessara helgidagastarfa eru það ekki
sömu mennirnir, sem vinna alla helgidaga, eða þá ekki nema
litla stund á dag.
Nú hafa verið nefndar ástæðurnar til þess, að fulltrúar
heilbrigðinnar heimta, að sunnudagar og aðrir helgidagar séu
hvíldardagar. En áður en ég lýk máli mínu, vil ég drepa á
þrjár mótbárur, sem fram kunna að vera bornar gegn helgi-
dagahaldi.
Sú er fyrst, að þetta mál mitt færi ekki rök fyrir sunnu-
dagahelginni sérstaklega. Þetta er að nokkru leyti satt. Hér
er talað um hvíldardaga, en frá sjónarmiði heilbrigðinnar eru
sunnudagar og helgidagar ekki betri hvíldardagar en aðrir.
En þá er þess að gæta, að verkalýður allur og starfsfólk
yfirleitt á ekki kost á öðrum hvíldardögum. Þeir geta ekki
tekið sér hvíld, t. d. 5. eða 10. hvern dag eftir geðþótta, né
krafizt þess að lögum. En trúarbrögð þjóðarinnar og lög
landsins gefa þeim þessa hvíldardaga, helgidaga kirkjunnar.
Þeir eru lögverndaðir og ríkisverndaðir hvíldardagar og eru
því þeir einu, sem koma til greina í þessu máli. En hitt er
satt, að verði það ofan á að helgidagahvíldin verði talin holl
og þörf, þá kemur það til álita, hvort ekki bsri að gefa þeim,
sem hafa sérstaklega erfiða eða óholla vinnu, kost á fleiri
hvíldardögum.
Onnur mótbára er sú, að sumir þurfi ekki hvíldardaga.
Það er víst, að þeir menn eru til, atvinnulausir menn og
slæpingjar. En það eru og eiga að vera undantekningar, og