Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 140
Preslafélagsritið.
Þ. B.: Sunnudagshelgin.
131
mannsaldur. Vér vilum þess dæmi, hve mörg gömlu hjúin
t. d. bundu fasta trygð við heimili sitt. A góðu heimili voru
hjú og húsbændur ekki fyrst og fremst yfirmenn og undir-
menn, heldur vinir og samverkamenn. Þar batt fleira en
kaupsamningurinn. Vináttan og trygðin gat haldist jafnvel í
næstu ættliði.
Afkomendurnir gátu fundið hlýjan kærleiksstrauminn anda
á móti sér, er þeir komu til ókunnugs fólks, og orsökin var
þessi: »Ég var hjú hjá afa þínum og ömrnu*.
Nú er þetta gamla samband rofið. Nú. er heimilisvinnan,
svo sem önnur vinna, víða orðin aðeins verzlunarvara. Lausa-
fólkið og vinnufólkið, hið fáa, sem eftir er, er í rauninni flest
orðið heimilislaust.
Þá eru eftir börn og foreldrar. Ég veit að til eru fagrar
undantekningar. En til hvers er að dyljast þess, að í fjölbýl-
inu a. m. k., eru foreldrarnir síður en svo einráðir um uppeldi
barna sinna. Þar marka áhrifin utan frá, oft a. m. k., jafn-
djúp spor. Og þar sem svo er, þá fær enginn vænst, að börn
og ungmenni haldi öll þeirri einlægni gagnvart foreldrum
sínum, sem nauðsynleg er til þess, að þeir geti unnið nægi-
lega á móti óhollum áhrifum að utan.
Tekið er jafnvel að bóla á þeirri stefnu, einkum í stærstu
kaupstöðum landsins, að heimilið verði aðeins staður til að
sofa og matast, en ánægju, gleði og skemtana sé leitað ann-
arsstaðar, utan heimilanna. Móðirin verður þá oft eftir ein
heima alla kvöldvökuna, meðan unga fólkið, sem sérstaklega
á að flytja með sér glaðværðina inn á heimilið, leitar burt á
skemtistaðina og eyðir þar stundunum með öðrum vinum. Og
ef vér lítum þangað, sem meira er fámennið, verður þá ekki
sumstaðar spurning um hvort þar vantar annað en tækifærin,
til þess að þar taki að örla á hinu sama?
En ef svo fer, að heimilin verða aðeins svefnhús og matar-
hús, er þá ofmælt að þjóðin sé að svifta sjálfa sig sínu eigin
heimili, — sé að yfirgefa þann arin, sem hefur vermt hana og
viðhaldið til þessarar stundar?
Heimilisástin er upphaf og undanfari ættjarðarástarinnar.