Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 197
188 Prestafélagið. p«staféiaSsritiB.
Sigurð P. Sívertsen, séra Friðrik Friðriksson og séra Ásmund Guð-
mundsson skólastjóra, til þess að gegna þessum störfum næsta ár“. —
Ríður nú á að prestar og söfnuðir landsins geri sitt til þess, að
ráðstafanir þessar geti orðið kristindóms- og kirkjulífi voru til gagns og
blessunar.
Hugvekjumálið er komið það áleiðis, að verið er að prenta hug-
vekjusafnið. Upplagið er þrjú þúsund eintök, því að prestarnir hafa gert
ráð fyrir að bókin seldist vel. Um verð er ekki hægt að segja enn,
meðan prentun er ekki Iokið, en bókin mun verða seld bæði bundin og
óbundin. — Er vonandi að hugvekjur þessar verði til þess að glæða
heimilisguðræknina og geti stuðlað að því, að húslestrar verði til sem
mestrar uppbyggingar. Á undan hverri hugvekju eru til teknir sálmar
þeir, er eiga við efni hverrar hugvekju. Væri vel, ef slíkt sálmaval gæti
örfað menn til að sleppa ekki söngnum við húslestrana. — Prestafé-
lagsstjórnin treystir prestunum til að reynast áhugasamir og skilvísir út-
sölumenn bókarinnar og vonar að margir leikmenn verði þeim þar hjálp-
legir, svo að vel takist með skil á útgáfukostnaðinum, en stjórnin lendi
ekki í neinum fjárhagsvandræðum vegna hinnar dýru útgáfu og stóra
upplags.
Umsókn skólastjórans á Laugum um mann til fyrirlestrahalds um trú-
mál og kirkjumál á fyrirlestramóti skólans, þótti félagsstjórninni merki-
leg og gerði sitt til að koma henni í framkvæmd og samþykti að greiða
útlagðan ferðakostnað. Er þetta ágætt fordæmi og skólastjóranum til
mesta sóma; hefir hann auðsjáanlega góðan skilning á því, að ekki megi
alþýðuskólarnir vera án kristilegra og kirkjulegra áhrifa. Verður nú
hægra um vik að sinna slíkum beiðnum sem þessum, eftir að Presta-
félagið hefir fengið tillögurétt um ferða-prestsféð, sem vonandi einnig
mætti nota til útgjalda sem þessara.
Aðalfundur félagsins var haldinn laugard. 26. júní kl. 9V2 árd. í húsi
K. F. U. M. Fundinn sóftu 32 félagar. Þar skýrði formaður frá gerðum
félagsins á liðnu starfsári, en gjaldkeri skýrði frá fjárhagnum. Sýndi
reikningurinn að hagur félagsins hafði batnað á árinu, en útistandandi
skuldir eru þó enn alt of miklar, nálægt 5 þús. kr. Áminti gjaldkeri fé-
lagsmenn um betri skil framvegis. — Þá skýrði formaður frá erindi er
félagsstjórninni hafði borist frá Stórstúku íslands, um að senda mann á
fund, er hún ætlaði að boða fil. Eftir umræður út af erindi þessu var
samþ. svolátandi tillaga : „Aðalfundur Prestafélags Islands 1926 tjáir sig
eindregið hlyntan útrýmingu áfengisnautnar úr landinu og veitir séra
Guðmundi Einarssyni umboð til fyrir félagsins hönd að mæta á fundi
þeim, sem áformað er að halda í þessum mánuði til þess að ræða um
og stofna „Bannbandalag Islands." — Næst var skýrt frá Prestafélags-
ritinu, útkomu þess og efni, rætt um framkvæmd á ferðaprestsákvæðun-
um og um hugvekjuútgáfuna, og kosin stjórn og endurskoðendur. Var