Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 55
50
]ón Helgason:
PrestafélagsritiðL
suma flokkana, auk þess var enn ekki að öllu eða endanlega
fastákveðin niðurskipun hinnar fyrirhuguðu bókar og röð
sálmanna. Aftu þeir formaður nefndarinnar og séra Stefán
fund með sér á Kálfatjörn dagana 18.—24. okt. þá um
haustið og má segja, að þar fengi hin nýja sálmabók sína
fullnaðarmynd, sem hún svo birtist í. Þó vantaði enn
nokkuð af sálmum í suma flokka og frá einum nefndarmanna
hafði enn ekki komið nema einn sálmur; þótti þeim tveimur
nefndarmönnum það heldur fátæklegt og það því fremur sem
í hlut átti annar eins maður og Steingrímur Thorsteinsson.
Alls voru þá komnir 637 sálmar. (Jpp frá því átti nefndin
engan fund með sér, og mátti nú heita, að faðir minn væri
einn um að leggja síðustu hönd á verkið, nema hvað hann
stóð stöðugt í bréfasambandi við séra Stefán. Fór allur veturinn
1884—85 í þetta síðasta undirbúningsverk. Stóð nú til að farið
væri að prenta þegar kæmi fram á vorið, en úr því varð þó
ekki, því að prentsmiðjan átti von á nýjum sííl, sem áformað
var að nota við prentun bókarinnar, en hann kom ekki fyr
en undir haust. Um sumarið 1885 var að fullu gengið frá
sálmabókarhandritinu og ekki búist við neinum breytingum úr
því, hvorki að því er snertir sálmana sjálfa né niðurröðun
þeirra.1) Tala sálmanna var nú orðin 650 og við það átti að
1) Þó átti sálmabóliinni aö bætast enn einn sálmur þá um veturinn
meðan á prentuninni stóð, og það ekki lakari sálmur en „Faðir andanna".
Handritið af þeim sálmi barst föður mínum ekki fyr en í febrúar 1886
og þá sem alþirtgissetningav sálmur. En föður mínum þótti sálmurinn of
dýrlegur til þess að nota hann aðeins við það tækifæri, gerði því tvær
litlar orðabreytingar og kom því til leiðar með þessu, að sálmurinn „Faðir
andanna" hefir orðið sá sálmur bókarinnar, sem líklega hefir oftast verið
sunginn síðan bókin kom út. Breytingarnar vor þessar: I staðinn fyrir
„sendu oss frelsi
sundur slít helsi“
í handriti höfundarins setti faðir minn:
„sendu’ oss þitt frelsi
synda slít helsi“.
Er mér kunnugt um, að séra Matthías var föður mínum mjös þakklátur-
fyrir að hafa „bjargað sálminum út úr pólitíkinni'L