Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 58
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson.
53
48 þýzkir (en af þeim eru 10 eftir Lúther og 6 eftir Paul
Qerhard) og 5 eftir óþekt NorÖurlandaskáld.
Að sálmar föður míns urðu svo miklu fleiri en allra ann-
ara í þessari bók, orsakaðist engan veginn af því, að honum
væri það nokkurt kappsmál að koma þar að sem flestum
sálmum eftir sig. Ekkert var honum fjær geði. Því að sjálfur
hafði hann aldrei háar hugmyndir um skáldgáfu sína og í
rauninni var honum það mjög á móti skapi, að svo fór sem
fór. Sýsl hans við sálmakveðskap var fyrst og fremst runnið
af eðlilegri rót trúarlegrar þrár hans, að koma orðum að
trúartilfinningum sínum í bundnu máli, hvort heldur voru til-
finningar gleðinnar í Guði og þakklætisins við Guð, sektar-
vitundar eða sorgarkendar, lofgjörðar eða tilbeiðslu. En að
sálmar hans urðu svo margir, var eðlileg afleiðing þess, að
hann átti allra nefndarmanna mest fyrirliggjandi af sálmum
eftir að hafa gefið sig við þessari tegund kveðskapar í svo
mörg ár. Og því fer svo fjarri, að samnefndarmenn hans
gerðu honum hærra undir höfði svo sem formanni sínum
eða hlífðust við að »fella« sálma fyrir honum, að sálmar þeir
sem í bókinni eru, eru litlu meira en helmingur allra þeirra
sálma eftir hann, þýddra og frumkveðinna, sem hann sýndi
nefndinni til að velja úr það, sem hún vildi. Meðal annars átti
hann til þýðingu á öllum sálmum Lúters, sem hann sýndi
nefndinni, en aðeins 10 voru teknir í bókina af 35 alls. Eg
get ekki stilt mig um, til sönnunar máli mínu og jafnframt
til að gefa mönnum hugmynd um hvernig sálmabókarnefndin
fýndi sálma þá, er hún hafði með höndum, að setja hér at-
hugasemdir séra Valdimars við einn af sálmum föður míns,
sem sé sálminn »Jesú, blóð og benjar þínar« (nr. 151):
»Þessi þýðing þykir mér í ýmsu tilliti hafa mistekist, og get
ég ekki mælt með henni, nema því að eins að henni sé breytt
til muna. Ég vil tilgreina hvað mér þykir að, og stinga upp
á breytingum, þó mér líki þær heldur ekki allar. I 1. v. 1.
og 2. hendingu þykir mér of mikið í borið, þar sem »blóð«,
»benjar«, »bitur písl« og »dauði« standa svo að segja saman.
Til þess þó að ná einu orðinu burt, vil eg stinga upp á að