Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 121
112
Bjarni ]ónsson:
Prestafélagsritið.
í Stokkhólmi og pílagrímar héldu hópum saman til hinnar
eilífu borgar á hinu mikla júbílári. Það má því með sanni
segja, að á árinu 1925 hafi það orðið mörgum ljósara en
áður, að þeir eru margir, sem játa kristna trú, og vilja kann-
ast við trú sína fyrir mönnunum.
Eg hygg, að á kirkjuþinginu í Stokkhólmi hafi menn betur
en áður séð, hve voldug útbreiðsla guðsríkis er. Nú var sem
menn, er starfa í sörnu byggingunni, kæmu úr hinum ýmsu
vinnustofum inn í sameiginlegan hátíðarsal, og fyltust undrun
yfir því, hve margir störfuðu í sama húsinu, og nú fögnuðu
þeir hverir öðrum sem bræður, er glöddust yfir því að
vera eitt.
A þingi þessu ríkti andi bróðurkærleikans. Þetta var krist-
inn fundur. Og það fundu menn, er til Stokkhólms kom, að
þar voru vinir fyrir, þar var gestrisnin í heiðri höfð, og nú
sáu menn með eigin augum, hve mikið verk hafði verið unnið
á undanförnum mánuðum, til þess að alt gæti farið vel og
skipulega fram. En sá maður, sem með lífi og sál lagði fram
alla krafta í þessu skyni, var sænski erkibiskupinn, Nathan
Söderblom. Það má óefað um hann segja, að hann er einn
af hinum áhugamestu mönnum krístinnar kirkju nú á dögum,
og það er áreiðanlega ekki út í bláinn talað, er honum, hvað
viðvíkur þekkingu, dugnaði og áræÖi, hefir verið líkt við Mar-
tein Lúther. —
Kirkjuþingið hófst með guðsþjónustu í Storkyrkan 19. ág.
kl. 11 árdegis.
Það er áreiðanlegt, að við Islendingarnir, sem þar vorum,
gleymum aldrei hinni hátíðlegu stund; hún var svo áhrifarík,
að hún verður ógleymanleg. Kirkjan var auðvitað troðfull af
fólki, en þar átti samt heima heilög kyrð. Það var auðfundið
á öllu, að hér var hátíð haldin.
Þegar klukkan sló ellefu komu hin sænsku konungshjón
ásamt hirðinni. En því næst sást sú fylking, sem ég mun
aldrei gleyma.
Nú gengu inn að altarinu patríarkar, erkibiskupar, og hinir
merkustu fulltrúar hinha ýmsu þjóða. Þeir gengu með lotn-