Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 51
46
Jón Helgason:
Prestafélagsrítiö.
verkleysis sakir — vanur við lítil, seinleg andleg störf og svo
óliðkaður, ótamur við að yrkja sem nokkur getur verið, er
hagorður á þó að heita af Guði gerður. Eg skal lofa þér því^
að vera enginn ofsi né þverhöfði (nema ef rétt kynni að fjúka
í mig út af einu sálmsorði í einum flokki), þótt þér ef til vill
hafi þótt eg fara gassalega á stað um árið, er eg reifði málið
f ruslakistunni okkar [»Norðanfara*J. En gagn að mér yrði
naumlega annað en að Ieita galla og segja ykkur til þeirra,
sannra og ósannra, með pappírsorði. Og ekki ríð eg suður í
Reykjavík á mótið fyrsta 5. júlí. En nú er eg til með að
senda skrifaða kosningu þráðbeint á þig til að vera formaður
nefndarinnar. Guð styrki þig til að ganga í starfið, standa í
því og vinna það til Iykta. Þess bið eg hjartanlega---------*.
Sama dag og nefndin hafði verið skipuð setti hún sér starfs-
reglur til bráðabirgða í 16 greinum. Þykir mér rétt og við-
eigandi, að setja hér nokkrar af þessum greinum, er bezt sýna
hvaða hugsanir hafa vakað fyrir nefndinni, er hún gekk að
þessu verki:
»2. gr. Hvorki þá sálmabók, sem nú er höfð né nokkra
aðra vill nefndin Ieggja til grundvallar, heldur reyna að koma
á fót nýrri sálmabók og safna til hennar bæði nýkveðnum
sálmum og hinu bezta úr vorum eldri sálmum.
7. gr. Nefndin skrifar þeim mönnum, sem henni þykir lík-
legt, að eigi eða geti gert góða sálma og biður um lið-
veizlu þeirra.
8. gr. Eins og nefndin játar sig sjálf evangelisk-lúterska,
vill hún gæta þess, að enginn sá sálmur sé tekinn, er á
nokkurn hátt sé ósamkvæmur kenningu heilagrar ritningar og
lærdómum vorrar lútersku kirkju.
9. gr. Efni sálmanna skal einkum vera: játning trúarinnar,
lofgjörð og þakklæti, syndajátning, iðrunaráminning og bæn.
Fræðandi (didaktiskir) sálmar séu síður teknir, sízt þeir sálmar
eða vers þar sem trúarlærdómar eða siðareglur eru settar
fram í ávarpi til Guðs eða Krists.
15. gr. Þess skal gætt, að hugsanirnar í hverjum sálmi séu
í réttu samhengi og helzt ein aðalhugsun ráðandi, sem allar