Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 146
Prestafélagsritiö.
HELGIDAGAVINNA og HEILBRIGÐL
Eftir Árna Árnason, læknir í Búðardal.
Það mun nú vera orðin töluverð tízka að brjóta þriðja
boðorðið. Sumum finst sennilega, að þau lög muni nú vera
orðin úrelt fyrir aldurs sakir. Þó munu ekki hafa verið samin
lög um breytingu á þeim lögum. Það er líka meira en vafa-
samt, hvort nokkur hagnaður er að því, að brjóta boðorðið
um að halda hvíldardaginn heilagan, frá hverri hlið sem litið
er á málið. Hröfurnar um það, hvernig hvíldardögunum skuli
varið, koma fram í nokkuð mismunandi búningi eftir því,
hverir bera þær fram. Fulltrúar kirkju og kristindóms heimta,
að þeir séu haldnir heilagir, þ. e. a. s. að þeim sé varið til
þess að sinna eilífðarmálunum, göfga sál sína, færa sig nær
Guði. Fulltrúar heilbrigðinnar heimta, að þeir séu notaðir til
þess að hvíla og endurnæra líkamann. En þessar kröfur eru
ekki andstæðar; þær geta mjög vel fallið saman.
í þessari grein mun ég nú reyna að athuga, hvort hvíld
helgidaganna sé holl, þörf og enda nauðsynleg, eða ekki.
Hér verður ekki litið á málið frá sjónarmiði trúar, siðgæðis,
uppeldis og hagnaðar, heldur verður eingöngu litið á það
eins og sá verður að gera, sem hefir hollustuhætti og heil-
brigði þjóðarinnar fyrir angum.
Fyrst skal þá í fáum orðum geta um þreytu, ofraun og
hvíld, en síðan tala um helgidagavinnu sérstaklega.
Þreyta.
Flestum mun það nú orðið kunnugt, þar sem það er kent
í skólum, að starf líkamans er starf frumanna í líkamanum.