Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 147
138
Árni Árnason:
Prestafélagsritið.
Við algenga vinnu eru það vöðvarnir, sem starfa; þeir styttast
og gildna eða dragast saman sem kallað er. Við starfið þurfa
þeir meiri næringu en ella. Næringuna fá þeir með blóðinu
eins og önnur líffæri. Við vinnu verður blóðrásin örari um
líkamann, til vöðvanna og í þeim, því að líkaminn lagar sig
eftir þörfunum. Vöðvafrumurnar nota næringarefnin, sem þeim
berast; þau breytast og klofna sundur í önnur einfaldari efni,
brenna sem kallað er. Þá myndast hiti og orka til hreyfingar,
til vinnu. Allir vita, að líkaminn hitnar við vöðvastarf. Úr-
gangsefnin, sem verða til þannig, við brunann, berast burt úr
vöðvunum með blóðinu. Kolsýran fer út um lungun og út
úr líkamanum við útöndunina, en ýms önnur úrgangsefni fara
með þvaginu út í gegnum nýrun og með svitanum út um
húðina. Það sem hér er sagt um næringu, bruna og fráræslu
úrgangsefna, á einnig við um önnur líffæri, þótt störf þeirra
séu misjöfn. Þetta mun almenningi vera meira eða minna
ljóst af skólafræðslunni. En sagan er ekki fullsögð. Við starf
vöðvanna verður mikið til af úrgangsefnum, miklu meira en
ella. Þótt blóðið streymi hraðara um vöðvana við vinnu en í
hvíld og þótt líkaminn auki svitann, sem ber þau burt út um
húðina, þá hefir hann ekki við að losna við úrgangsefnin svo
hratt sem skyldi. Nokkuð af þeim verður eftir og safnast
fyrir í vöðvunum. Eitt þessara efna er svonefnd kjötmjólk-
ursýra. Þessi efni eru vöðvunum óholl, eða eitruð má segja,
og þau tálma vöðvastarfinu, ef þau safnast fyrir að ráði;
mun það einkum eiga við um kjötmjólkursýru og kolsýru.
Vér verðum varir við þessa breytingu, að vöðvarnir fara að
eiga erfitt um vinnu. Þetta er þreytan svo nefnda.
Það, sem nú er sagt um vöðvastarfsemina, á einnig við um
andlega starfsemi. Andleg starfsemi er bundin við frumur
heilans. Við langa eða erfiða andlega áreynslu kemur fram
þreyta. Hún lýsir sér að sínu leyti eins og þreytan í
vöðvunum, þannig, að vér eigum erfiðara með að hugsa skýrt
og vinna andleg störf, og hún er af sömu rótum runnin,
skaðlegum efnum, sem setjast fyrir í líffærunum og hindra
störf þeirra með eituráhrifum sínum.