Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 50
Presíafélagsritið.
Heigi Hálfdánarson
45
hátíöinni 2. ágúst. Auk þess, sem bæði þessi sálmakver, og
það er áður hafði verið prentað eftir hann af því tægi, ber
alt vott um góðan smekk höfundarins og skilning á þeim
kröfum, sem gera verður til þess háttar kveðskapar, þá var
það alkunna, að hann var manna fróðastur um sálmakveðskap
að fornu og nýju, bæði í evangeliskum og katólskum sið.
Fyrir því þótti hann þá líka sjálfkjörinn formaður þessarar
sálmabókarnefndar, enda þótt meðal nefndarmanna væru jafn
viðurkend góðskáld og þeir báðir Matthías og Steingrímur.
Þar sem nú einmitt á þessu ári (á sumardaginn fyrsta) eru
rétt 40 ár síðan árangurinn af störfum þessarar nefndar kom
fyrir almenningssjónir, þar sem er »Sálmabók tii kirkju- og
heimasöngs« (frá 1886), þykir ekki óviðeigandi hér að skýra
h'fils háttar nánar frá því, hvernig hún varð til og það þess
heldur, sem mér vitanlega hefir hvergi verið áður skýrt frá
því á prenti, en öll plögg nefndarinnar eru enn í mínum
vörzlum.
Eins og biskup Pétur hafði mælsí til í bréfi sínu 25. marz
1878, áttu hinir tilkvöddu neíndarmenn fund með sér í Reykja-
vík 5. júlí um sumarið, að viðstöddum biskupi, en að fjarver-
sndi þeim norðanpresiunum, séra Birni í Laufási og séra Páli
1 Viðvík. Biskup setti sjálfur fundinn með fallegri ræðu, en
að því búnu lýsti hann nefndina setta og bað nefndarmenn
að ganga til formannskosningar. Var faðir minn sem fyr segir
hosinn formaður nefndarinnar,en Steingr. Thorsteinsson adjúnkt
skrifari. Sennilega hefir föður mínum ekki verið það óljúft
verk að taka sæti í þessari nefnd jafn mikinn áhuga og hann
hafði á sálmabókarmálinu. Og að ýmsir hafa álitið hann sjálf-
kjörinn til þessa starfs og þá um leið til að stjórna verkinu,
má ef til vill ráða af eftirfarandi ummælum séra Bjarnar í
Laufási í bréfi íil föður míns 10. apríl 1878. Þar segir m. a.
á þessa leið: »Eg er fjarlægur íil að fara í sálmabókarnefnd,
þótt eg hefði kunnað að geta orðið þar að einhverju liði. Þú
mátt ómögulega skorast undan kosningu. Eg bið þig í mínu
°S ótallegum nöfnum. Eg ætla eigi að synja mín, svo lélegan
Lðsmann ég veit mig þó vera, einkum fyrir eljuleysis eða