Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 95
Presiafélagsritið.
Kirkjuguðrækni.
89
»Sú stund kemur, já, er þegar komin, er hinir sönnu tilbiðj-
endur skulu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika, því að
faðirinn leitar einmitt slíkra tilbiðjenda. Guð er andi, og þeir
sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika*
(Jóh. 4, 23. n.).
Þarna höfum vér skilyrðin, samkvæmt vilja Guðs, eins og
Guðs eingetni sonur hefir opinberað oss vilja hans. Guð vill,
að öll guðrækni vor sé tilbeiðsla í anda og sannleika.
En vilji einhver vita nánar um, hvað í því felist að tilbiðja
Guð í anda og sannleika, þá þarf hann ekki annað en leita
aftur til Jesú Krists og þá fær hann skýringuna, bæði í kenn-
ingu Jesú og í lífi hans.
Þeim til leiðbeiningar, sem ekki hafa haft tækifæri til að
athuga þetta nánar, skal ég drepa á aðalatriðin, sem Jesús
lagði áherzlu á, þegar um samfélag mannsins við Guð var að
ræða. Þau aðalatriði voru þrjú: guðselskan, guðstraustið og
samræmið við vilja Guðs.
Um guðselskuna kendi Jesús, að maðurinn ætti að elska
Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga. Öll ytri guðs-
dýrkun var lítils nýt að hans dómi, ef hún var ekki sprottin
af einlægni hjartans. Hann kendi lærisveinum sínum að nálg-
ast himneska föðurinn með lotningarfullri og þakklátri elsku,
en taldi einkisvert að heiðra Guð með vörunum, ef hjartað
væri langt í burtu frá honum.
Þá talaði Jesús ekki síður um guðstraustið í prédikun
sinni. Hann lofaði guðstraustið, þegar hann varð þess var hjá
samtíðarmönnum sínum, og gaf því hugarþeli hin ákveðnustu
fyrirheiti. Hann kendi lærisveinum sínum að treysta Guði af-
dráttarlaust og þreytast ekki á að leita til Guðs með alt í
bænum sínum.
Hið þriðja, sem Jesús brýndi fyrir mönnum í prédikun
sinni sem einkenni sannrar guðstilbeiðslu, var samræmið við
vilja Guðs. En vilji Guðs er heilagur kærleiksvilji, þar eð
Guð er fullkominn í kærleikanum. Af því leiðir, að vöntun á
kærleika, kærleiksleysi, lokar sálum manna fyrir samfélaginu
við æðstu kærleiksveruna. Eigingjarn maður og kærleikslaus