Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 123
114
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritiö.
sænskir gestir viðstaddir, ríkisstjórnin, bæjarstjórn, embættis-
menn o. fl. Þegar allir voru komnir í sæti, settust kon-
ungur og drotning í hásætisstóla sína. Erkibiskup Svía mælti
nokkur orð og bað konunginn að setja fundinn. Stóð þá
konungur upp og hélt á ensku ræðu þá, sem hér fer
á eftir:
»Með innilegri gleði heilsa ég yður, þér fulltrúar kirkjunn-
ar frá hinum gamla og nýja heimi, frá hinni orþodoxu og
evangelisku kristni og býð yður velkomna til höfuðborgar
Svíþjóðar.
Fyrir 1600 árum söfnuðust fulltrúar þáverandi kristni til
fundar í Níkeu, til þess að lýsa trú sinni á persónu frelsara
vors, veru Guðs og opinberun. Þing það, sem nú 16 öldum
síðar er hér saman komið, hefir einnig veglegt hlutverk. Það
vill reyna að gera sér ljóst hvað kristindóminum beri að gera
og hvað hann geti gert viðvíkjandi hinum brennandi vanda-
málum nútímans, þeim vandamálum, sem gera boð eftir sam-
eiginlegri, marksækinni áreynslu, svo að heillavænleg lausn
náist.
Þjóðfélagsmálin og deilumál þjóðanna eru rædd á þjóð-
þingum og af þeim mönnum ýmsra stétta, sem til þess eru
kjörnir.
En þó að mönnum takist að búa til góð lög og vel hugsuð
ákvæði, þá er takmarkinu ekki náð með því einu. Því lögin
og ákvæðin megna lítið, ef þau eru ekki borin uppi inni í
hjörtum mannanna af einlægum vilja og af því hugarfari, sem
setur kærleikann og réttlætið hærra en eigingirnina.
í hjörtum mannanna verður að leggja grundvöllinn, sem
hægt er að byggja á frið og eindrægni hjá hverri þjóð og
meðal þjóðanna. Það er hið háa hlutverk kirkjuþings yðar að
stuðla að því með öllum þeim andlegu meðulum, sem kirkjan
á yfir að ráða, að þessu marki verði náð.
Eg framber mínar beztu óskir um góðan og farsælan ár-
angur af starfi yðar. Mætti yður auðnast á fundum yðar hér
í Stokkhólmi að sjá skýrar en hingað til þann veg, sem kirkj-
an er kölluð til að ganga eftir, svo að andi Krists geti starf-