Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 49
PrestafélagsrHið-
44 ]ón Helgason:
íil síns ágætis, að sálmar þeirra taka fylsta íillit til þeirra laga,
sem bragfræðin setur.
Bók þessi gat því aldrei átt langt líf fyrir höndum. Sér-
staklega norðanlands komu fram háværar raddir um nauðsyn
þess, að efnt væri til nýrrar sálmabókar og þar kom að lok-
um, áður en 7 ár voru liðin, að Pétur biskup afréð að fá
setta nýja nefnd sjö manna, til þess að vinna að útgáfu nýrrar
sálmabókar (1878) 0- Nefndarmennirnir urðu þeir séra Stefán
Thórarensen, séra Páll Jónsson í Viðvík, séra Björn Halldórs-
son í Laufási, séra Matthías Jochumsson, Steingrímur Thor-
steinsson skólakennari, séra Valdimar Briem og faðir minn.
Hafði biskup skrifað þeim öllum 25. marz veturinn 1878 og
skorað á þá að taka sæti í fyrirhugaðri nefnd og koma
saman í Reykjavík 5. júlí um sumarið til frekari ráðagerða.
Faðir minn hafði þá fimm árum áður gefið út sálmakver
innihaldandi 75 sálma alla þýdda (»Sálmar út lagðir úr ýms-
um málum«, Rvík 1873), sem fengið hafði beztu viðtökur um
alt land, svo að það seldist upp á skömmum tíma. Þótti með
þessu sálmakveri sýnt, að höfundurinn hafði óvenjulegt lag á
því, að þýða erlenda sálma, svo að ekki skemdust í meðferð
inni. Var þessa kvers getið árið eftir í »Fréttum frá íslandi*
fyrir árið 1873 af séra Valdimar Briem á þessa leið: »Þýð-
ingin er einkar vönduð og samin með frábærri snild og and-
ríki; sálmasafn þetta hefir þegar náð talsverðri útbreiðslu
tneðal almennings og þykir hvervetna meðal hins fegursta og
ágætasta í þeirri grein, er samið hefir verið á íslenzka tungu«.
Ári seinna hafði hann ort hátíðasálma þá, 12 að tölu, sem
sungnir voru við hátíðarguðsþjónustuna í dómkirkjunni á þjóð-
1) Þegar séra Matthías í „Sögukaflar af sjálfum mér“ eignar sér frum-
kvæðið að þeirri nefndarsetningu, þá er það á misminni bygt. Eg veit
með áreiðanlegri vissu, að hann átti það ekki, heldur Magnús Andrésson
(síðar prestur á Gilsbakka), sem þá var biskupsskrifari, mikill vinur föður
mfns og sá af lærisveinum hans, sem hann unni mest allra vandalausra,
enda hafði faðir minn kent honum undir skóla og átt nokkurn þátt í því,.
að hann komst út á mentabrautina. Og það var Magnús Andrésson, sem
átti uppástunguna að því, hverjir voru settir f hina nýju sálmabókarnefnd-