Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 54
Prestafélagsrltið.
Helgi Hálfdánarson.
49
þess nefndarmanns sjálfs. Með þessum hætti starfaði nefndin
frá byrjun júlímánaðar 1882 þangað til í júlí 1884, og hafði
þá enginn fundur verið haldinn í fjögur ár eða síðan 1880.
A þessu tímaskeiði hafði einn nefndarmanna andast, sem
sé séra Björn Halldórsson í Laufási, sem lézt 19. des. 1882.
Hann hafði látið fremur lítið til sín taka í nefndinni síðustu tvö
árin sökum sorglegra heimilisástæðna (sjúkleika og dauða
einkadóttur sinnar, Svöfu, er var heitin séra Guðm. Helgasyni,
síðar presti í Reykholti) og hnignandi heilsu sjálfs hans, er til
muna veikti starfsþrek hans. í bréfi til föður míns 18. apr.
1882 fer hann um þetta svofeldum orðum: »SjáIfur nari eg
við vanheilindi, drjúgum hnignandi, þó hangandi við hinar
nauðsynlegu sýslanir mínar, meira af vana en vilja og mætti.
Með því segi eg þér, okkur báðum til skapraunar, hvílíkur
sé að því er snertir sálmabókargjörðina, það er að skilja,
kulnaður, visinn, afhuga, aldauða. Eg kynni aðeins geta
fengið mig til að sitja við aðfinningar, breytingar, lagfæringar
(aflaganir?) versa og sálma, ef eg væri til þess kvaddur
karðri hendi*. En meðan séra Björn enn var í fullu fjöri gat
hann verið ærið harðskeytinn og óvæginn, sérstaklega þar
sem honum þótti réttu máli misþyrmt. En þar var hann
^anna vandlátastur. Sálma-athugasemdir hans hnigu þá venju-
*eSa helzt í þá átt, er horfði til málfegrunar. En föður mín-
um þótti hann fara full langt í þeim efnum og leiddu þeir
hvað eftir annað saman hesta sína út af því. En það hafði
engin áhrif á vináttu þeirra, sem hélzt óbreytt til dauðadags.
Var það föður mínum mikil sorgarfregn, er hann frétti and-
lát þessa mæta vinar síns.
A fundinum í júlí 1884 var fengin nokkurn veginn föst
niðurstaða um 632 sálma. Seinna um sumarið var faðir minn
um tíma austur á Stóranúpi í sálmabókarerindum, því að sökum
veikinda hafði séra Valdimar ekki getað sótt fundinn í Reykjavík
þá um sumarið. En þeim föður mínum og séra Stefáni og Stein-
Sfími var nú falið sem einskonar undirnefnd, að vinna það verk,
sem óunnið var, en það var talsvert, því enn var nokkur
°vissa um surna »teknu« sálmana og enn vantaði sálma í
4