Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 67
62
]ón Helgason:
Presiafélagsriíið-
forláta þessa hugleiðingu, sem kemur engan veginn af því, að
eg í minsta máta misvirði aðfinningar þínar, þar eð eg jafnan
virði þær mjög mikils og tek þær með mestu þökkum« —
Mér er nær að halda, að enginn nefndarmanna hafi orðið
fyrir meiri »krítík« af föður mínum en séra Stefán. En í stað
þess að fyllast gremju, þakkar hann föður mínum aftur og
aftur fyrir »krítík« hans. Sérstaklega veit eg það um einn af
sálmum séra Stefáns, þýðinguna á »Þín minning, ]esú, mjög
sæt er«, eins og sá sálmur nú er prentaður í sálmabókinni, að
ekki er ofmikið sagt, að faðir minn eigi þá þýðingu að hálfu,
enda segir séra Stefán í bréfi til hans um þann sálm: »Það
var svo um talað, að við skyldum eiga þessa útleggingu báðir,
enda hefir þú alveg útlagt tvö vers (26. og 27.), þar að auki
suma versahelminga og víða breytt hendingunum til batnaðar«„
Séra Stefán ætlast meira að segja beinlínis til þess, að faðir
minn »Ieggi síðustu hönd á sálminn« og lýkur máli sínu á
þessa leið: »En það tek eg upp aftur, að eg gef þér fult og
ótakmarkað vald yfir honum og til þess að hafa hann með
hverjum þeim breytingum, sem þér sýnist*. Má af þessu sjá
hve þeir hafa unnið vel saman. I einu tilliti verður starf séra
Stefáns að sálmabókar-verkinu aldrei of mikils metið. Hann
var »söngfróða og söngelska elementið« í sálmabókarnefnd-
inni. Hann mun hafa átt langmestan þátt í því að ákveða
lagboða við alla sálmana, en það var bæði mikið verk og
vandasamt, því hér nægði vitanlega ekki að líta á það eitt
hvort bragarháttur sálmanna leyfði að notuð væru ákveðin lög-
við þá, heldur varð og að líta á hvað sjálft efni sálmanna
leyfði. Því að hve vel sem bragarháttur og lag falla saman,.
getur efni sálmsins og andi verið sá, að lagið eigi ekki við
sálminn og verði beint til að eyðileggja hann. í þessu tilliti
var séra Stefán sá hæstiréttur, sem allir samnefndarmenn-
irnir lutu og lutu fúslega.
Ef meta skal nánar kosti þess, sem faðir minn hefir lagt
til sálmabókarinnar og jafnframt gildi hans sem sálmaskálds,
þá lít eg svo á, að þar kveði mest að honum sem þýðanda.
Og sem þýðandi hefir hann sennilega haft mest áhrif á bók-