Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 106
100 S. P. Sívertsen: Kirkjuguðrækni. Prestafélagsritið
um samfélag kristins manns við himneska föðurinn (1. Jóh.
1, 6.). Stundum er talað um samfélagið án nánari skýringar,
án þess að tekið sé fram, hvort átt er við eitt sérstakt af
þessu eða alt í einu (Post. 2, 42.).
Þetta eina orð, orðið samfélag, getur verið oss bezta lýs-
ingin á því, sem einkenna á guðsþjónustur kristinna manna.
Fyrsta einkennið á guðsþjónustunum er, að þær eru sam-
félag um fagnaðarerindi Krists og um prédikun út af því,
samfélag um tilbeiðslu og bæn með hjarta og munni, og
samfélag um kvöldmáltíðarnautn.
Annað, sem á að einkenna guðsþjónusturnar, er kærleiks-
samfélag, bræðralag allra þeirra, sem á samkomur safnaðanna
koma. Getur það bræðralag birzt bæði sýnilega og ósýnilega.
Aþreifanlega og sýnilega kemur það fram, þegar einn hliðrar
til fyrir öðrum og hjálpar að sínu leyti til að fara megi sem
bezt um inenn í kirkjunni, eða þegar maður býður sessunaut
sínum, sem ekki hefir sálmabók, að nota sína bók með sér,
eða hjálpar þeim sem illa sér, til þess að finna sálminn, sem
syngja á, o. s. frv. En ósýnilega birtist kærleikssamfélagið við
aðra í samúð þeirri og kærleiksandrúmslofti, sem hrifið getur
hugi manna og lyft þeim upp á við, til samfélags við himn-
eska föðurinn. Því að þar er þriðja einkenni allrar sannrar
kirkjuguðrækni, sem öllu öðru fremur gerir kirkjustundina að
heilagri stund.
Tökum öll þann ásetning, að gera vort til þess að hver
kirkjustund í landi voru mætti eiga sem mest af þessum
þremur einkennum samfélagsins, svo að guðsþjónustur vorar
mættu verða þjóð vorri öflugt þroskameðal og lykill að drott-
ins náð. Þá myndi margur maðurinn með fögnuði og þakk-
læti minnast þeirra stunda og heimíæra upp á þær orð
skáldsins:
»Eitt augnablik helgað af himinsins náð
oss hefja til farsældar má,
svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð
og gæfan ei víkur oss frá«.