Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 128
Prestafélagsritið.
Kirkjuþingið í Stokkhólmi.
119
ustur haldnar á sama tíma í öllum kirkjum Stokkhólms og
prédikuðu ýmsir kirkjuþingsmenn, hinir nafnkendustu frá ýms-
um þjóðum, og síðar hinn sama dag voru samkomur haldnar
undir berum himni, í Hagaparken, og söfnuðust þar tugir
þúsunda.
Mikil sæmd var fundarmönnum sýnd. Auk konungsveizl-
unnar voru mörg gestaboð. Utanríkisráðuneytið bauð öllum
gestunum, bæjarstjórnin hélt mikla veizlu í hinu einkar skraut-
lega ráðhúsi. Fulltrúar erlendra ríkja buðu mörgum, og gest-
risnin var iðkuð með sannri hæversku og brosandi gleði.
Skemtiför var farin á gufuskipum til hins fagra staðar,
Drottningholm, og var þar einnig veizla haldin.
En einni veizlu má ekki gleyma. Hún var haldin á »Grand
Hotel«, og réttirnir voru hinir sömu, sem á borð eru bornir
fyrir munaðarlaus börn í Austurlöndum, börn þau, sem bjarg-
að hefir verið frá neyð og dauða, og því næst hjálpað af
kristnum mönnum. Hefir á þann hátt hjálp verið veitt
2—3000 börnum yngri en 12 ára. Eru þau börn frá héruð-
unum í og nánd við Smyrna, Efesus, Pergamos, Þýatíru,
Sardes, Fíladelfíu og Laódíkeu, sjá Opinb. ]óhs. 2 og 3.
Bréfspjald var við hvern disk og kveðja frá börnunum með
orðunum úr 2. Kor. 1. 8—11. »Vér viljum ekki, bræður
inínir, að yður sé ókunnugt um þrenging þá, sem vér urðum
fyrir í Asíu, að vér vorum aðþrengdir langt yfir megin fram,
svo að vér jafnvel örvæntum um lífið. ]á, vér höfðum sjálfir
uppkveðið með sjálfum oss dauðadóminn. Því að oss átti að
lærast það, að treysta ekki sjálfum oss, heldur Guði, sem
uppvekur hina dauðu. Úr slíkri dauðans hættu hefir hann
frelsað oss og mun frelsa oss. Til þess getið þér og hjálpað
með bæninni fyrir oss; til þess að náðargjöfin, sem oss er
veitt að fyrirbæn margra, verði vor vegna þökkuð af mörgum
mönnum«.
Erindi voru flutt um þetta líknarstarf og mörg orð töluð
«1 upphvatningar, og enginn vafi er á því, að börnin hafa
engu tapað á því, að þessi veizla var haldin, því að margir
borguðu vel máltíðina.