Prestafélagsritið - 01.01.1926, Blaðsíða 66
Prestafélagsritið.
Helgi Hálfdánarson:
61
skáldlegan blæ, en það eru þó ekki þeir skáldlegustu, því þá
ert þú búinn að taka sjálfur á undan mér til að þýða. Eg
get heldur ekki séð, að það sé í sjálfu sér galli, að sálmar
séu skáldlegir, heldur einmitt kostur, ef hitt fylgir með, að
þeir eru guðrækilegir; því það er kunnugt hvílík áhrif skáld-
skapurinn hefir til að hrífa hjartað fremur en það sem hefir
prosaiskan blæ, hversu gott sem það er að öðru leyti. Eg
held, að á þessum materíalistisku tímum sé einmitt þörf á að
fá nokkuð með af þess konar, því að ef það ekki getur lyft
andanum eitthvað upp, þá hefi ég því síður traust á hinu,
sem eingöngu heldur sér til hins almenna og einfalda, þótt
gera megi ráð fyrir, að alþýðu, vegna vanans, falli það betur
í geð, þar eð það síður ómakar andann. Eg er hér að for-
svara »principið«, en ekki hvernig ég hefi útfært það; ég
skal játa, að hér má oflangt fara, og það hefir mér stundum
fundist séra Matthías gera, ég máske líka, en miklu síður. Það
veit ég líka, að beztu útlend sálmaskáld hafa töluvert skáld-
legt element. Hin þýzku skáld þekki ég því miður svo sem
ekki nema af útleggingum, en Kingo, Brorson, Ingemann,
Boye og einkum Qrundtvig hafa allir mjög mikið skáldlegt
við sig víða, og af íslenzkum sálmaskáldum einkum Hallgr.
Pétursson. Og engir þessara fara þó í þessu tilliti nærri
eins langt og Davíð og spámennirnir. Það lítur út eins og
ég sé farinn að halda fyrirlestur fyrir þér. Það var ekki
meiningin, heldur hitt, að sýna hvernig ég lít á þetta frá
mínu sjónarmiði. Það er máske of frekt að segja, að það
sé »conditio sine qua non« [þ. e. einkaskilyrði] fyrir sálmi,
að hann hafi eitthvað skáldlegt við sig. Sé það ekki, er það
aðeins bæn, áminning o. s. frv., framsett í rími, undir lagi. Og
mér finst það ekki allskostar rétt, sem sjá má í litteratúrsög-
um, að sálmaskáld eru ekki talin með skáldum, heldur ein-
göngu með guðfræðingum. Mér finst það líkt og þegar kat-
ólskir segja, að fuglaket sé ekki ket. — Hvað hitt snertir,
að fáir af hinum þýddu sálmum eru bænarsálmar, þá er það
tilviljun; en að því leyti sakar það síður, þar sem flestir aðrir
sálmar eru í bænarformi, ef mig minnir rétt. Eg bið þig að